Afgirt hundasvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27.08.2014

Lögð fram ósk fimm hundaeigenda um að sveitarfélagið útbúi afgirt svæði fyrir hunda. Leggja þau fram eftirfarandi tillögur að svæðum; stóri bletturinn bak við blokkirnar á Ólafsveginum, við endann á Hlíðarveginum við Hlíðarveg 11, svæðið við hlið reiðhallarinnar.

Einnig lagt fram bréf frá hundaeigenda á Siglufirði, þar sem óskað er eftir nýju svæði sem hægt er að nota allan ársins hring. Bæjarráð hefur falið tæknideild að kanna hvort hentugra svæði sé fyrir hundaeigendur í Fjallabyggð sem hægt er að nota allt árið.

Nefndin frestar þessum lið til næsta fundar þar sem hún sér sér ekki fært til að úthluta umbeðnum svæðum við íbúabyggð á Ólafsfirði og óskar eftir tillögum að svæðum utan íbúabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Á 170. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði nefndin eftir tillögum frá hundaeigendum á Ólafsfirði að svæðum utan íbúabyggðar fyrir afgirt hundasvæði.

Borist hafa tvær tillögur frá hundaeigendum á Ólafsfirði að staðsetningu og efnisvali í afgirt hundasvæði.

Nefndin fellst á tillögu 2 sem er við sunnanverðan endan á gamla flugvellinum við Mummavatnið. Erindi um girðingu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Á 171. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi frá hundaeigendum er varðar afgirt svæði á Ólafsfirði.
Búið er að afgreiða tillögu hundaeigenda um staðsetningu, en erindi þeirra um aðkomu bæjarfélagsins að girðingu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð hvetur hundaeigendur í Fjallabyggð til að stofna félag sem kæmi fram fyrir hönd hundaeigenda.
Í beinu framhaldi af stofnun þess verði fundin lausn á afgirtum svæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Lagt fram erindi frá Hundafélaginu Trölla, dagsett 30. apríl 2015, þar sem óskað er eftir því að bæjarfélagið hlutist til um að útbúa afgirt svæði fyrir hunda í Ólafsfirði, við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi félagsins mæti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar hundafélagsins Trölla, Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir og Hildur Una Óðinsdóttir til viðræðna um starfsemi félagsins. Formlega á eftir að halda aðalfund og skipa í stjórn.

Búið er að samþykkja úthlutun á hundasvæði við sunnanverðan endan á gamla flugvellinum við Mummavatnið í Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar umræðu um afgirt hundasvæði í Fjallabyggð til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 433. fundur - 23.02.2016

Tekið fyrir erindi frá Jóni H. Jóhannssyni, dagsett 14. febrúar 2016, þar sem kannað er hvort hægt sé að fá snjómokaðan hring á úthlutuðu svæði fyrir hunda.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.