Bæjarráð Fjallabyggðar

360. fundur 21. október 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri fjármála- og stjórnsýslu

1.Afgirt hundasvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408015Vakta málsnúmer

Á 171. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi frá hundaeigendum er varðar afgirt svæði á Ólafsfirði.
Búið er að afgreiða tillögu hundaeigenda um staðsetningu, en erindi þeirra um aðkomu bæjarfélagsins að girðingu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð hvetur hundaeigendur í Fjallabyggð til að stofna félag sem kæmi fram fyrir hönd hundaeigenda.
Í beinu framhaldi af stofnun þess verði fundin lausn á afgirtum svæðum.

2.Erindi vegna hóps á vegum Háskóla Íslands

Málsnúmer 1410019Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um gistingu nemenda frá Háskóla Íslands sem fengu aðstöðu í skólastofum við Hlíðarveg á Siglufirði og bendir Sæmundur Ámundason á að um sé að ræða samkeppni við gistiheimili á staðnum.
Til frekari skýringar er rétt að draga fram neðanritað.
Um var að ræða námsferð, með 65 nemenda á 3. ári náms í landfræði og ferðamálafræði. Megintilgangur námsferðar var að þjálfa nemendur í að vinna að sjálfstæðum rannsóknaverkefnum á sínu sviði og að nemendur kynnist aðstæðum í viðkomandi sveitarfélögum.

Að hverju verkefni og skýrslu vinna tveir nemendur sem gagnast aðilum heima fyrir, enda varðar málin rekstur eða aðkomu sveitarfélaga.

Skipuleggjendur lögðu áherslu á að skólinn hefði úr afar takmörkuðum fjármunum að spila.
Lögð var áherslu á við bæjarfélagið að ná niður kostnaði, t.d. með því að leggja til húsnæði þar sem nemendur gætu gist og/eða haft vinnuaðstöðu þar sem hóparnir gætu athafnað sig.
Þessi nálgun var forsenda þess að þeir kæmu til Fjallabyggðar.

Bæjarráð vill taka fram að Fjallabyggð mun ekki vera í samkeppni við gistiheimili á staðnum.
Þessi aðstoð við nemendur Háskóla Íslands var byggð á ofanritaðri nálgun, en rétt er að geta þess að veitingastaðir og verslanir nutu góðs af.

3.Haustgöngur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1409060Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjallskilastjóra dags. 13. september og einnig afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. september á haustöngum í Ólafsfirði.
Erindinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Um er að ræða að tveir ábúendur í Ólafsfirði slepptu á heimalönd sín utan girðingar öllu því fé sem þeir höfðu tekið í Reykjarétt eða um 500 kindum í trássi við aðra málsgrein 13. gr. lag V. kafla fjallskilasamþykktar nr. 173/10 febrúar 2011. Í gangnaboði var tekið fram að slíkar sleppingar væru óheimilar.
Segir fjallskilastjóri starfi sínu lausu, þar sem ekki er farið að samþykktum bæjarfélagsins.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framferði ábúenda og felur deildarstjóra tæknideildar að beita þeim viðurlögum sem gilda er slík mál varðar.

4.Umsókn um styrk vegna aðstöðukostnaðar á gámi

Málsnúmer 1410028Vakta málsnúmer

Skotfélagið óskar eftir styrk til að greiða kostnað við stöðuleyfi á gám félagsins 2014 eins og undanfarin ár.
Áætlaður kostnaður er um 24 þúsund krónur.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni ósk til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

5.Umsókn um styrk vegna geymslu á kastvélakerrum Skotfélagsins

Málsnúmer 1410029Vakta málsnúmer

Skotfélag Ólafsfjarðar sækir um styrk til að standa undir kostnaði við geymslu undir kastvélar félagsins og annan búnað.
Áætlaður kostnaður er um 65 þúsund krónur á ári.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni ósk til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

6.Viðauki við verksamning um ræstingu Leikskólans Leikskála, Siglufirði

Málsnúmer 1410037Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við verksamning um ræstingu á viðbótarrými við leikskólann á Siglufirði. Um er að ræða þrif á 54,3 m2 og er áætlaður kostnaður um 38 þúsund krónur á mánuði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddur viðauki sé samþykktur.

7.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var kosningu í Almannavarnarnefnd og vettvangsstjórnir vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Lögð var fram fundargerð frá 6. október 2014, en fundurinn var haldinn í fundarsal lögreglustöðvarinnar á Akureyri.
Um er að ræða skipan og staðfestingu í neðantalið:
Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
Aðalmaður verði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Varamaður verði Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.

Í vettvangsstjórn Fjallabyggðar verði:
Fyrir Siglufjörð voru neðanritaðir skráðir.
1. Ámundi Gunnarsson
2. Ingvar Erlingsson
3. Gestur Hansson
4. Einar Áki Valsson
5. Ómar Geirsson
6. Elín Arnardóttir

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

Fyrir Ólafsfjörð voru neðanritaðir skráðir.
1. Þormóður Sigurðsson
2. Gunnar Ásgrímsson
3. Grétar Björnsson, er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Rúnar Gunnarsson í hans stað.
4. Björg Traustadóttir

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

Vettvangsstjórar verði.
Kristján Hauksson er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Tómas Einarsson í hans stað.
Ingvar Erlingsson
Ármann V. Sigurðsson

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.
Kristjáni og Grétari eru þökkuð góð störf.

Bæjarstjóra er falið að kalla vettvangsstjórnir til fundar hið fyrsta.
Bæjarráð leggur áherslu á að vettvangsstjórar fari á námskeið fyrir áramót.

8.Styrkumsókn - opnunartími á íþróttamannvirkjum - áhaldakaup

Málsnúmer 1409082Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fund bæjarráðs og fór yfir opnunartíma á sundstöðum bæjarfélagsins og íþróttamiðstöðva og upplýsti bæjarráð um ástæðu fyrir þeirri breytingu sem gerð var á opnunartíma sundlaugar í Ólafsfirði þrátt fyrir að bókun bæjarráðs hafi aðeins tekið til íþróttasalar.
Bæjarráð leggur áherslu á að boðleiðir séu réttar.
Bæjarráð vísar opnunartíma íþróttamiðstöðva til endurskoðunar við fjárhagsáætlunargerð 2015.

9.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Hugsanleg sameining tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar var tekin til umræðu, sjá fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 28. ágúst 2014.
Skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn og fór yfir samning sem gerður var um slíka nálgun á Eyjafjarðarsvæðinu milli þriggja sveitarfélaga.

10.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 9. október 2014. Í bréfi bæjarstjóra frá 9. júlí til Minjastofnunar er kallað eftir afstöðu húsafriðunarnefndar til varðveislu hússins við Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að tryggja að húsnæðið valdi ekki tjóni í vetur.
Bæjarráð telur rétt að láta fara fram ástandsskoðun á eigninni hið fyrsta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Minjastofnunar til að greiða umrædda ástandsskoðun og áætlunargerðar um endurbyggingu hússins.

11.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Eftirfarandi punktar voru lagðir fram til umræðu í bæjarráði:
1. Drög að útgönguspá fyrir árið 2014.
2. Breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2015.
3. Nefndarlaun breytingar.
4. Breytingar á húsaleigu.
5. Lífeyrisskuldbindingar - breytingar á árinu 2014.
6. Aðrar áherslur.

12.Til umsagnar - Frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál.

Málsnúmer 1410043Vakta málsnúmer

Í rafbréfi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, 17. október 2014 er frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál, sent til umsagnar.

13.Upplýsingar um framkvæmd verðhækkana

Málsnúmer 1410022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 10. október 2014.

14.22. Ársþing SSNV 16 og 17. október 2014

Málsnúmer 1410042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Aðalfundur Eyþings 2014

Málsnúmer 1409068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Yfirlýsing í tengslum við kjarasamninga 2014

Málsnúmer 1410010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.