Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

16. fundur 07. maí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Hafey Pétursdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.17. júní 2015

Málsnúmer 1504022Vakta málsnúmer

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir aðilum til að sjá um 17. júní hátíðarhöldin. Ein umsókn barst frá fræðslu- og menningarmálanefnd Slökkviliðins í Ólafsfirði sem gerir ráð fyrir að hátíðarhöldin fari fram við Menningarhúsið Tjarnarborg og síðan sendu Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Örlygur Kristfinnsson inn hugmynd að dagskrá hátíðarhaldanna sem færu fram á Siglufirði.

Þar sem aðeins ein formleg umsókn barst samþykkir nefndin að fela fræðslu- og menningamálanefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði að sjá um hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn.

2.Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg. Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins. Ægir bendir á að gerð hafi verið úttekt á hljóðkerfimálum Tjarnarborgar fyrir nokkrum árum.

Nefndin samþykkir tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísar henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.

Fundi slitið.