Bæjarráð Fjallabyggðar

384. fundur 17. mars 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Almenningssamgöngur á Tröllaskaga

Málsnúmer 1408005Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar erindi frá VSÓ varðandi almenningsakstur í Fjallabyggð/Eyþingi.

Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.
Lagt fram yfirlit yfir umfang verkþátta og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar.

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því að gengið verði til samninga við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna undirbúnings og lýsingar á verkefninu.

Bæjarráð samþykkir erindi deildarstjóra tæknideildar.
Gert verði ráð fyrir vinnu starfsmanns tæknideildar bæjarfélagsins að minnsta kosti 40%.

3.Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

4.Hlíðarvegur 18-20 Siglufirði

Málsnúmer 1502104Vakta málsnúmer

Eitt gilt kauptilboð barst til Fasteignasölunnar Hvamms í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði, frá Þresti Þórhallssyni.
Tilboðsfrestur rann út 13. mars 2015.
Annað tilboð barst, en það reyndist ekki gilt.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa.

5.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dagsett 12. mars 2015, ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið Norræna strandmenningarhátíðin 2018.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

6.Snjósöfnun við Saurbæjarás og gangnamuna í Héðinsfirði

Málsnúmer 1502138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðar dagsett 4. mars 2015 vegna snjósöfnunar.
Þar kemur fram að Vegagerðin mun meta aðstæður við Saurbæjarás og í Héðinsfirði og skoða hvaða aðgerðir muni henta best til að draga úr snjósöfnun.

7.Varðar lóð við Suðurgötu 28, Siglufirði

Málsnúmer 1107026Vakta málsnúmer

Í erindi eiganda Suðurgötu 28 Siglufirði, dagsett 7. mars 2015, er ítrekuð fyrri ósk um frágang á bakka við austurhlið hússins.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

8.Staðgreiðsla tímabils 2015

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - febrúar 2015.

9.Sorphirðumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1503023Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lagðar fram tillögur Íslenska gámafélagsins er miða að aukinni flokkun til endurvinnslu í Fjallabyggð með það að markmiði að draga úr urðun úrgangs og auka endurvinnslu.
Einnig er gerð tillaga um að auka tíðni tunnulosana í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð tillögu að nýju sorphirðudagatali.

10.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara Ólafsfirði, vegna Bylgjubyggðar 2b Ólafsfirði.

Fjallabyggð skuldbindur sig með samningi þessum til að styrkja félagið með beinu fjárframlagi vegna fasteignagjalda, ræstingu á húsnæði og umhirðu lóðar.

Bæjarráð samþykkir samning.

11.Tímavinna fyrir Fjallabyggð - Vélar og tæki

Málsnúmer 1502078Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lagt fram yfirlit yfir niðurstöðu verðkönnunar í einingaverð fyrir vélar og tæki í ýmis viðvik fyrir bæjarfélagið, annað en snjómokstur, en tilboð voru opnuð 5. mars 2015.

Bæjarráð samþykkir að gera verksamning við alla bjóðendur. Lægstbjóðendur séu í forgangi þegar kallað er til tæki og svo koll af kolli eftir niðurstöðu verðkönnunar.

12.Evrópskt samstarfsverkefni um viðbrögð við náttúruvám og þátttöku sjálfboðaliða

Málsnúmer 1503027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Fasteignagjöld 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 1502054Vakta málsnúmer

Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

14.Flugklasinn Air 66N - Yfirlit 2011-2014

Málsnúmer 1503006Vakta málsnúmer

Í tengslum við erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015, um starf Flugklasans Air 66N á Norðurlandi, óskaði bæjarráð á 383. fundi sínum eftir kynningu á verkefninu.

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Flugklasa Air 66N, Hjalti Páll Þórarinsson og kynnti verkefnið.

Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar.

Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár, 2015-2017.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
Árlega verði bæjarfélaginu gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.

15.Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skúla Pálssonar vegna kvikmynda.

16.Toscana Nordic Festival 29.-31. maí 2015

Málsnúmer 1503034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, 504.mál

Málsnúmer 1502114Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Eyþings dagsett 6. mars 2015.

18.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra - 2015

Málsnúmer 1501021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 12. mars 2015.

19.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12. mars 2015

Málsnúmer 1503007FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 12. mars 2015.

Fundi slitið.