Tilboð í skráningu hjá 1819.is

Málsnúmer 1506041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 397. fundur - 16.06.2015

Lagt fram tilboð 1819.is, fyrirtækis á upplýsingasviði þar sem bæjarfélaginu er boðið að koma í viðskipti við fyrirtækið.

Bæjarráð samþykkir að fá umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Á 397. fundi bæjarráðs, 16. júní 2015, var lagt fram tilboð 1819.is, fyrirtækis á upplýsingasviði þar sem bæjarfélaginu er boðið að koma í viðskipti við fyrirtækið.

Bæjarráð samþykkti að fá umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð sér sér ekki fært að taka tilboði 1819.is, fyrir þetta ár, en leggur til að teknar verði til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar í haust, auglýsingabirtingar á símanúmerum bæjarfélagsins á vef og á pappír. Aðaláhersla verði á staðbundnar símaskrár og vefsíðu bæjarfélagsins, en lágmarksskráning geti verið hjá fyrirtækjum eins og 1818 og 1819.