Endurnýjun á stofnlögn vatns í Brimnesdal

Málsnúmer 1209116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 272. fundur - 02.10.2012

Fyrir bæjarráði liggja niðurstöður úr verðkönnun í jarðvinnuþátt endurnýjunar stofnlagnar vatnsveitu í Brimnesdal.  
Einnig minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar, sem mætti á fund bæjarráðs.


Fjögur tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:

Þórður Guðmundsson (Haforka)  15.623.280,-

Smári ehf  9.981.360,-

Árni Helgason ehf  9.242.000,-

Reisum ehf 4.789.240,-


Kostnaðaráætlun var 6.502.000,-

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við lægstbjóðanda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Stefán Einarsson f.h. Reisum hefur fallið frá tilboði sínu í endurnýjun á stofnlögn vatnsveitu í Brimnesdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við næst lægstbjóðanda um verkið þ.e. Árna Helgason ehf.