Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

199. fundur 14. apríl 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Austari lóðarmörk Tjarnargötu 16,18 og 20 eru samkvæmt gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis opið svæði á einkalóð. Á þetta við um 10m breiða ræmu meðfram lóðarmörkum. Lóðarmörk standa út í grjótvarnargarð.

Nefndin áréttar að umferð vélknúinna ökutækja er ekki heimil á opnum svæðum. Einnig er áréttað að ekki er heimilt að hefta eða tálma umferð annara en vélknúinna ökutækja á opnum svæðum.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016.
Athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 198. fundi nefndarinnar og eru þær núnar til afgreiðslu.

Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

Nefndin tekur undir framkomnar athugasemdir og samþykkir að byggingarlína við suðurgafl fyrirhugaðrar viðbyggingar sé í línu við húsin sem eru að austan og vestanverðu.

3.Uppsetning á vegvísum og gönguleiðakortum

Málsnúmer 1604022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi um uppsetningu á vegvísi á gatnamótum Suðurgötu og Gránugötu auk skilta með gönguleiðum og götukorti af byggðarkjörnum annars vegar á tjaldsvæði við miðbæ Siglufjarðar og hins vegar á tjaldsvæðið í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkir erindi og felur tæknideild að sjá um uppsetningu.

4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026

Málsnúmer 1509073Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:

Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
2. Úrbætur á löggjöf
3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál

Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
4. Stjórntæki sveitarfélaga
5. Markmið í úrgangsmálum
6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
7. Úrgangsforvarnir
8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka

Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi

10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin


Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.