Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 08.02.2016

Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá Rúnari Marteinssyni vegna Gránugötu 13b Siglufirði. Óskað er eftir leyfi fyrir 241 fm viðbyggingu suður af núverandi húsnæði.

Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15.02.2016

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 07.03.2016

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.

Hafnarstjórn gerir eftirfarandi athugasemd við umsóknina:
Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

Á 197.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016. Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 199. fundur - 14.04.2016

Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016.
Athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 198. fundi nefndarinnar og eru þær núnar til afgreiðslu.

Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

Nefndin tekur undir framkomnar athugasemdir og samþykkir að byggingarlína við suðurgafl fyrirhugaðrar viðbyggingar sé í línu við húsin sem eru að austan og vestanverðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23.05.2016

Rúnar Marteinsson óskar eftir frekari rökstuðningi nefndarinnar fyrir ákvörðun sinni ásamt athugasemdunum sem ákvörðunin er byggð á.
Rökstuðningur nefndarinnar og athugasemdir eru eftirfarandi:
Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14.06.2016

Rúnar Marteinsson óskar eftir því að nefndin endurskoði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.

Nefndin hafnar erindinu og stendur við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 452. fundur - 28.06.2016

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Á 201. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 14. júní 2016 var tekin fyrir ósk Rúnars Marteinssonar um að nefndin endurskoðaði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.
Nefndin hafnaði erindinu og stóð við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

134. fundur bæjarstjórnar, 22. júní 2016, samþykkti að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá umsækjanda dagsett 27. júní er varðar formsatriði á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leita lausnar á málinu með lóðarhafa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 06.07.2016

Bæjarráð samþykkti á 452. fundi að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leita lausnar á málinu með lóðarhafa.

Nefndin leggur til að viðbyggingin verði 17,8m í stað 21,8m og felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna hlutaðeigandi aðilum.