Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

200. fundur 23. maí 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson Tæknifulltrúi

1.Bílastæði fyrir hreyfihamlaða við útibú Arion banka á Siglufirði.

Málsnúmer 1605009Vakta málsnúmer

Oddgeir Reynisson útibússtjóri Arion banka Siglufirði sendi inn erindi þess efnis að skipulags og umhverfisnefnd Fjallabyggðar sjái til þess að máluð verði bílastæði fyrir hreyfihamlaða gegnt útibúi bankans við Túngötu 3, Siglufirði. Jafnframt er lagt til að gangbraut verði færð nær bílastæðunum.
Nefndin samþykkir að bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði málað og gangbraut færð til norðurs í samráði við tæknideild.

2.Óviðundandi ástand bakka við Suðurgötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1507032Vakta málsnúmer

Eigandi Lindargötu 17 fer fram á að bærinn steypi vegg við neðri lóðarmörk (austan við lóð Lindargötu 17) skv. tölvupósti frá eiganda lóðar til Fjallabyggðar.
Með vísan í bókun frá 445.fundi bæjarráðs þá er málinu frestað þar til að umsögn deildarstjóra tæknideildar liggur fyrir.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Rúnar Marteinsson óskar eftir frekari rökstuðningi nefndarinnar fyrir ákvörðun sinni ásamt athugasemdunum sem ákvörðunin er byggð á.
Rökstuðningur nefndarinnar og athugasemdir eru eftirfarandi:
Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.

4.Umsókn um lóðastækkun á Ægisgötu 8 Ólafsfirði.

Málsnúmer 1605029Vakta málsnúmer

Eigendur Ægisgötu 8 Ólafsfirði óska eftir að stækkun lóðar að norðan um 4,5m úr 5,5m frá húsvegg í 10m frá húsvegg, vegna þess að innkeyrsludyr á húsi eru á norðurhlið og eru lóðarmörk frekar þröng til innkeyrslu i húsið.
Erindi samþykkt.

5.Uppsetning hraðaljósa

Málsnúmer 1605011Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir tillögum að staðsetningu fyrir tvö hraðaskilti (broskalla) sem að setja á upp norðan Ólafsfjarðar eða norðan Siglufjarðar.
Nefndin samþykkir að staðsetja hraðaljós við norður innkeyrslur í báða byggðarkjarna. Tæknideild er falið að staðsetja nákvæmlega í samráði við Vegagerðina.

6.Varðandi gangstétt sem liggur frá Tjarnarborg upp að Hornbrekkuvegi 8

Málsnúmer 1605027Vakta málsnúmer

Erindi frá Helga Jóhannssyni Hlíðarvegi 71 Ólafsfirði. Íbúi hefur upplýsingar um að riðja eigi í burtu gangstéttinni sem liggur frá Tjarnarborg upp að Hornbrekkuvegi 8 og jafnvel að ekki verði lengur hiti í henni. Ef þessar upplýsingar eru réttar óskar íbúi eftir því við nefndina að hún beiti sér í málinu.
Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar.

7.Ytri-Gunnólfsá II - Frístundabyggð

Málsnúmer 1604091Vakta málsnúmer

Beiðni Ytri Gunnólfsár II sf. um að hluta jarðarinnar að Ytri-Gunnólfsá II sem nú er skilgreint í aðalskipulagi sem landbúnaðarland með hverfisvernd verði breytt í svæði fyrir frístundahús.
Nefndin samþykkir að taka þetta inn í endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar sem nú stendur yfir.

8.Endurnýjun Lóðarleigusamnings Aðalgata 27

Málsnúmer 1605053Vakta málsnúmer

Eysteinn Aðalsteinsson óskar eftir að nýr og breyttur lóðarleigusamningur verði gerður fyrir Aðalgötu 27, Siglufirði.
Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning skv. framlögðu lóðarblaði.

9.Umsókn um að fá að klæða fasteign Ægisgötu 10b

Málsnúmer 1605059Vakta málsnúmer

Umsókn frá Jóni Valgeiri Baldurssyni um að fá að klæða fasteign að Ægisgötu 10b Ólafsfirði.
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.
Erindi samþykkt.

10.Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601094Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi á viðbyggingu við MTR
Nefndin samþykkir byggingarleyfi skv. uppdráttum dags. 17.5.2016 frá AVH ehf. Arkitektúr-Verkfræði-Hönnun.
Einnig lagt fram lóðarblað fyrir stækkun á lóð til austurs. Erindi samþykkt.

11.Girðing á lóðarmörkum Túngötu 31b og Mjóstræti 1

Málsnúmer 1605061Vakta málsnúmer

Eigandi Túngötu 31b biður nefndina um samþykki fyrir því að setja upp girðingu á lóðarmörkum Túngötu 31b og Mjóstrætis 1 þar sem Fjallabyggð er lóðarhafi.
Erindi samþykkt.

12.Girðing og tyrfing lóðar Túngötu 31

Málsnúmer 1605062Vakta málsnúmer

Erindi frá íbúa Túngötu 31b um að Fjallabyggð tyrfi lóð sína að Túngötu 31 auk þess að setja upp girðingu til norðurs á lóðarmörk Túngötu 31 og Túngötu 33 sem og til austurs á lóðarmörk sem að snúa að götu.
Erindi hafnað.

13.Uppsetning skúlptúrs á Ráðhústorgi

Málsnúmer 1605058Vakta málsnúmer

Erindi frá Arnari Ómarssyni varðandi uppsetningu skúlptúrs á Ráðhústorgi í sumar frá 13 júní til 5.júlí.
Erindi samþykkt, en nefndin ítrekar að allur frágangur verði til fyrirmyndar.

14.Rekstraryfirlit mars 2016

Málsnúmer 1604077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Samstarf í umhverfismálum 2015

Málsnúmer 1503005Vakta málsnúmer

SEEDS sjálfboðaliðaverkefni leitar eftir nýjum verkefnum og tekur nú á móti umsóknum fyrir verkefni á sviði umhverfis-, menningar- eða félagsmála sem gætu byrjað frá og með júlí 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.