Ytri-Gunnólfsá II - Frístundabyggð

Málsnúmer 1604091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23.05.2016

Beiðni Ytri Gunnólfsár II sf. um að hluta jarðarinnar að Ytri-Gunnólfsá II sem nú er skilgreint í aðalskipulagi sem landbúnaðarland með hverfisvernd verði breytt í svæði fyrir frístundahús.
Nefndin samþykkir að taka þetta inn í endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar sem nú stendur yfir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Tekið fyrir erindi Guðmundar H. Gunnarssonar, f.h. eigenda Ytri-Gunnólfsár 2, dagsett 7.september 2017. Óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar á meðfylgjandi drögum að deiliskipulagi fyrir frístundahús á jörðinni.
Afgreiðslu frestað
Drög að deiliskipulagi samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Nefndin felur tæknideild að hafa samráð við landeigendur um mögulega breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 220. fundur - 11.12.2017

Á 218. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að hafa samráð við landeigendur á Kleifum um mögulega breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

Öllum landeigendum og lóðarleiguhöfum var sent bréf þar sem kynntir voru núverandi skilmálar í gildandi aðalskipulagi og óskað eftir sýn landeigenda um framtíð Kleifanna svo hægt sé að meta þörfina á endurskoðun aðalskipulagsskilmála fyrir svæðið í heild. Lögð fram svör landeigenda að Ytri Gunnólfsá II dags. 17. nóvember 2017, Hofi dags. 11. nóvember 2017 og Gunnarsholti dags. 30. nóvember 2017.
Samþykkt
Tæknideild falið að gera breytingu á aðalskipulagi þannig að jörðin Ytri Gunnólfsá II verði skilgreind sem frístundabyggð.