Hafnarstjórn Fjallabyggðar

79. fundur 07. mars 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Björgunarskipuð Sigurvin - legupláss

Málsnúmer 1511038Vakta málsnúmer

Ómar Geirsson og Einar Áki Valsson umsjónarmenn björgunarbátsins Sigurvins mættu á fund hafnarstjórnar.

Aðilar voru sammála um að flytja Sveinsbúð og Sigurvin á vesturkant í innri höfn. Forsvarsmenn Sigurvins munu leggja fram kostnaðaráætlun fyrir flutningnum.

2.Sumar- og vetrarfrí hafnarstarfsmanna - 2016

Málsnúmer 1603018Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir stöðu sumar- og vetrarfríi hafnarstarfsmanna fyrir árið 2016.

Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna í málinu, sem fram kom á fundinum.

3.Flotbryggjur og fleira

Málsnúmer 1401114Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem yfirhafnarverði var falið að fá vegna uppsetningu á hanafót á nýju flotbryggjuna í Ólafsfirði, rafmagni á gömlu flotbryggjurnar í Ólafsfirði og botnfestur við flotbryggjuna framan við Harbor House.

Yfirhafnarverði falið að vinna verkin á sem hagkvæmastan hátt og kostur er.

4.Raforkuþörf á nýja væntanlega bæjarbryggju

Málsnúmer 1603020Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá Ramma hf þá þarf landtenging við nýjan togara að vera 250 Amper.

Lagt fram til kynningar.

5.Verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Siglufjarðarhöfn

Málsnúmer 1602058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Siglufjarðarhöfn.

6.Aflatölur og aflagöld 2016

Málsnúmer 1602026Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 29. febrúar 2016.

Siglufjörður 2292 tonn í 138 löndunum. Ólafsfjörður 105 tonn í 98 löndunum.

Samanburður við sama tímabil árið 2015.
Siglufjörður 2821 tonn í 135 löndunum. Ólafsfjörður 92 tonn í 57 löndunum.

7.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta verkfundar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju.

8.Rekstrarúttekt á starfsemi hafnarsjóðs

Málsnúmer 1508023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tilboð Hafblik í þjónustu vegna vigtunar á Ólafsfirði.

9.SeaTrade í Santa Cruz

Málsnúmer 1602060Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf hafnarstjóra til stjórnar Cruise Iceland vegna SeaTrade í Santa Cruz.

10.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.

Hafnarstjórn gerir eftirfarandi athugasemd við umsóknina:
Lengd viðbyggingar til suðurs mun skerða útsýni frá hafnarvog til vesturs og leggur hafnarstjórn því til að húsið verði stytt þannig að suðurgafl hússins sé í línu við húsin sem eru austan og vestan við fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig bendir hafnarstjórn á að mjög takmarkað athafnasvæði yrði við innkeyrsluhurð sem teiknuð er á suðurgafl sem myndi skapa hættu og óþægindi fyrir gangandi og akandi umferð, styður það því enn frekar við þá hugmynd að húsið yrði stytt sem því nemur.

11.Tillaga að auglýsingu fyrir grásleppuvertíð

Málsnúmer 1603027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga yfirhafnarvarðar að auglýsingu fyrir grásleppuvertíð sem hefst 20. mars næstkomandi.

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2016

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 382. fundar Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið.