Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

201. fundur 14. júní 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Ágangur sauðfjár við Saurbæjarás

Málsnúmer 1606010Vakta málsnúmer

Borist hafa kvartanir vegna ágangs sauðfjár í lausagöngu við Saurbæjarás. Fé hefur þar étið af leiðum í kirkjugarði, auk þess að fara inná svæði frístundabyggðar og skógræktar.

Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Búið er að fara yfir girðingar í kirkjugarði og leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.

2.Beiðni um að fá afnot af túninu sunnan við Alþýðuhúsið til að koma upp skúlptúrgarði

Málsnúmer 1605039Vakta málsnúmer

Nefndin tekur jákvætt í erindið og getur fyrir sitt leiti samþykkt beiðni um afnot en bendir á að ef sótt er um byggingarrétt á umræddum lóðum þá muni afnotaréttur falla niður og allur kostnaður vegna þess að koma lóðinni í upphaflegt horf fellur á afnotanda.

3.Bætt aðgengi akandi umferðar að lóð við Óskarsgötu 7, Siglufirði

Málsnúmer 1606025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Primex þar sem óskað er eftir betra aðgengi að lóð sinni við Óskarsgötu 7 á Siglufirði frá Tjarnargötu.

Nefndin getur ekki samþykkt framlagða tillögu þar sem hún gengur á hagsmuni aðliggjandi lóðar.

4.Umferðarmerki-Sauðfé

Málsnúmer 1606018Vakta málsnúmer

Inga Hilda Ólfjörð sendir inn erindi til nefndarinnar varðandi umferðarmerkingar. Biður um að sett séu upp 2-3 umferðarskilti þar sem að varað er við lausagöngu sauðfjár.

Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til tæknideildar að sótt verði um uppsetningu á ofangreindum skiltum til Vegagerðarinnar þar sem umræddur vegur tilheyrir þeim.

5.Umsókn um að fá að setja upp standskilti á horni Gránugötu og Snorragötu Siglufirði

Málsnúmer 1606026Vakta málsnúmer

Umsókn frá Gesti Hanssyni f.h. Top Mountaineering um að fá að setja upp standskilti á horni Gránugötu og Snorragötu.

Erindi samþykkt.

6.Umsókn um að fá að skipta um olíutank á safnlóð og eyða þeim sem fyrir er

Málsnúmer 1605084Vakta málsnúmer

Erindi frá Síldarminjasafni varðandi flutning olíutanks frá olíuporti Olíudreifingar og uppsetningu á lóð Síldarminjasafns auk eyðingu olíutanks sem þar er fyrir.

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1602016Vakta málsnúmer

Rúnar Marteinsson óskar eftir því að nefndin endurskoði afstöðu sína vegna byggingarleyfisumsóknar hans við Gránugötu 13b.

Nefndin hafnar erindinu og stendur við fyrri bókun sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar.

8.Umsókn um leyfi fyrir kvikmyndatöku í Reykjarétt á Lágheiði

Málsnúmer 1606021Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi fyrir kvikmyndatöku í Reykjarétt á Lágheiði 28. júlí til og með 1. ágúst 2016.

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um leyfi til að reisa hænsnahús og halda hænur á lóð umsækjanda Hverfisgötu 3 Siglufirði

Málsnúmer 1605066Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi til að reisa hænsnahús og halda hænur á lóð umsækjanda Hverfisgötu 3 Siglufirði.

Nefndin getur ekki samþykkt erindið nema skriflegt samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa liggi fyrir. Erindinu er því hafnað.

10.Umsögn, athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulags Dalvíkurhafnar og breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkur

Málsnúmer 1606016Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar óskar eftir því að umsagnaraðilar fari yfir skipulagstillögur og sendi sér umsögn, athugasemdir eða ábendingar.

Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.

11.Umsókn um lóð, Hverfisgata 22

Málsnúmer 1606031Vakta málsnúmer

Hálfdán Sveinsson sækir um f.h. Rosalind Page úthlutun á lóð við Hverfisgötu 22, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

12.Rekstraryfirlit apríl 2016

Málsnúmer 1605075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

13.Seyra til uppgræðslu á Hraunamannaafrétti-tilraunaverkefni 2012-2015-Skýrsla.

Málsnúmer 1605077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.