Bæjarráð Fjallabyggðar

358. fundur 07. október 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1410003Vakta málsnúmer

Til Sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Már Örlygsson, kt.101275 -5239 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna reksturs gististaðar að Hafnargötu 6, Siglufirði.

Sótt er um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. I. flokki 3.gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.
Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, óskar sýslumaður eftir umsögn Fjallabyggðar um umsóknina.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða umsókn.

2.Fundargerðir Leyningsás ses - 2014

Málsnúmer 1409055Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá Þorsteini Þorsteinssyni frá KPMG endurskoðun og frá Valtý Sigurðssyni formanni stjórnar Leyningsáss, er varðar framsetningu á síðasta ársreikningi Leyningsáss.

Bæjarráð þakkar framkomnar ábendingar og felur bæjarstjóra að koma þeim til stjórnar Leyningsáss.

3.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tíma- og kostnaðaráætlun vegna útboðs á vátryggingum fyrir Fjallabyggð og felur Ríkiskaupum að taka verkefnið að sér.

4.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 1402062Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað er varðar afnotasamning Siglufjarðarkaupstaðar við Flugmálastjórn Íslands dags. 18. júní 1982.

Bæjarstjóri óskar eftir umboði bæjarráðs til að Valtýr Sigurðsson hrl. taki þátt í viðræðum f.h. bæjarfélagsins við Isavia ohf um framtíð flugvallar á Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarstjóra.

5.Rekstraryfirlit ágúst 2014

Málsnúmer 1410004Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um rekstur bæjarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins.
Rekstrarniðurstaða tímabils er 28,6 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -74,8 millj. miðað við -46,2 millj.
Tekjur eru 25,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 13,4 millj. hærri og fjárm.liðir 16,7 millj. hærri.

6.Mannréttindi fyrir alla - ráðstefna á vegum Öryrkjabandalags Íslands

Málsnúmer 1410002Vakta málsnúmer

Ráðstefna á vegum Öryrkjabandalags Íslands verður haldin fimmtudaginn 13. nóvember 2014 á Grand Hótel í Reykjavík.
Á ráðstefnunni verður kynnt ný framtíðarsýn bandalagsins og hvernig hún tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Bæjarráð hvetur starfsfólk félagsþjónustunnar og fulltrúa félagsmálanefndar að sækja umrædda ráðstefnu.

7.Minnispunktar vegna fundar 16. september 2014

Málsnúmer 1409084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað skólastjóra m.a. vegna óánægju skólaliða á breytingum á störfum sínum á árinu 2014.
Fundurinn var haldinn 16. september 2014 með skólastjórnendum, bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og formönnum stéttarfélaga.
Niðurstaða fundarins var að vísa endurmati á störfum skólaliða til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð tekur undir framkomna niðurstöðu.

8.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Hestamannafélagið Glæsi frá 23. september 2013, um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafði samkvæmt samningi dags. 25. maí 2009.

Bæjarráð vísar samningnum til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál

Málsnúmer 1409104Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar öllum góðum tillögum að eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu.

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði ekki skert í Fjallabyggð.

Bæjarráð leggur einnig áherslu á að Menntaskólinn á Tröllaskaga haldi sínum nemendaígildum og að fallið verði frá hugmyndum um aldurstakmörk.

10.Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli

Málsnúmer 1409074Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá þjónustustjóra Vegagerðar dags. 15.09.2014. Þar kemur fram að búið er að ákveða að Vegagerðin sjái sjálf um vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli í sveitarfélaginu til framtíðar.
Um er að ræða að sinna vetrarþjónustu í samræmi við sumarþjónustu. Fram kemur að hægt er að semja við verktaka um þjónustuna náist samkomulag um verð og fleira, eins og það er orðað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá nánari skýringar á fyrirhugaðri vetrarþjónustu er varðar snjómokstur í Fjallabyggð.

11.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lagður fram áætlunarútreikningur fyrir fasteignagjöld fyrir árið 2015. Þar kemur fram að hækkunin muni verða um 6,9% eða um 19,8 m.kr.
Á næsta fundi verða tekjustofnar bæjarfélagsins lagðir fram til umræðu, ásamt greinargerð bæjarstjóra er varðar ramma að áætlun ársins.

12.Fundargerð fagráðs fráveitusviðs Samorku

Málsnúmer 1409102Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fagráðs fráveitusviðs Samorku frá 22.08.2014.

Fráveitumál bæjarfélagsins verða til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð.
Ljóst er að um verulegar upphæðir er að ræða til að koma þeim í viðunandi horf.
Fram hefur komið í bæjarráði að verið er að vinna áætlun fyrir Ólafsfjörð, en áætlun fyrir Siglufjörð liggur fyrir.

Fundi slitið.