Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - desember 2014

Málsnúmer 1502049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að koma með umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að send verði fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem óskað verði eftir nánari forsendum fyrir úthlutun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Á 381. fundi bæjarráðs frá 24. febrúar 2015, var lagt fram samanburðaryfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til nokkurra sveitarfélaga ásamt Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkti að senda fyrirspurn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nánari forsendum fyrir úthlutun.

Í svari Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2015, er farið yfir forsendur framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sérstakra reglugerða.

Bæjarráð þakkar greinargóð svör.

Jafnframt vill bæjarráð að eftirfarandi sé kannað:
1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs.
2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.

Bæjarráð óskar eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

383. fundur bæjarráðs óskaði í framhaldi af svörum Jöfnunarsjóðs við fyrirspurnum að eftirfarandi yrði kannað:
1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs (aukaframlagi séu aðstæður þannig).
2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.
3. Óskað er eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.

Í svari Jöfnunarsjóðs dagsettu 16. mars 2015 kemur m.a. fram að:
1. Það þarf ekki að sækja um framlögin vegna snjómoksturs. Framlögin eru greidd á grundvelli vegalengda í þéttbýli á snjóþyngstu svæðum landsins eins og áður hefur komið fram.
Sérstök úthlutun var gerð til sveitarfélaga vegna áranna 2011 og 2012. Til úthlutunar komu um 19 m.kr. Hér var um sérstaka afgreiðslu að ræða, enda snjóþyngd óvenjulega mikil. Hvorki fyrr né síðar hefur verið veitt slíkt viðbótarframlag.

2. Skólabúðir að Reykjum
Jöfnunarsjóður greiðir framlög til reksturs Skólabúðanna að Reykjum á grundvelli samnings milli Húnaþings vestra, sem ber ábyrgð á rekstri búðanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á árinu 2014 nam framlagið 42,3 m.kr. Samkomulagið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólans 1996 og er ætlað að greiða niður kostnað við rekstur búðanna til hagsbóta fyrir þau sveitarfélög sem nýta sér starfsemi búðanna.
Ekki er um nein viðbótarframlög að ræða til sveitarfélaga vegna þessa, enda nemur ráðstöfunarfjármagn sjóðsins vegna skólabúðanna eingöngu þeim fjármunum sem samningsfjárhæðinni nemur.

3. Útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.
Á árinu 2014 fór fram endurmat á þeim fötluðu einstaklingum er voru metnir SIS mati á árinu 2011. Tekið var tillit til þess við uppgjör almenna framlagsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 og í endurskoðaðri áætlun framlaga vegna ársins 2015. Hins vegar fer nú fram gæðamat á endurmatinu og mun niðurstaða þess liggja fyrir fljótlega. Byggðasamlaginu verða sendar niðurstöður matsins fyrir þau sveitarfélög er eiga aðild á svæðinu.

Bæjarráð þakkar greinargóð svör frá Jöfnunarsjóðnum.

Samkvæmt svari við fyrirspurn til Byggðasamlagsins Róta verður bæjarfélaginu sendur útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs, þegar það liggur fyrir.