Bæjarráð Fjallabyggðar

405. fundur 18. ágúst 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S.Guðrún Hauksdóttir.
Einnig vék Kristinn J Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um launakostnað sveitarfélagins og samanburðartölur. Umsögn liggi fyrir bæjarráðsfundi 1.september n.k.

2.Aðgengi fyrir fatlaða - auglýsing frá Velferðarráðuneytinu

Málsnúmer 1507009Vakta málsnúmer

Samþykkt
Velferðarráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum sbr. meðfylgjandi auglýsingu.
"Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Sveitarfélög bera ábyrgð á úttektum (sbr. aðgerðalið A.1 í áætluninni), en markmið þeirra er að leiða í ljós stöðu aðgengismála í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur ef við á. Velferðarráðuneytið mun veita styrki til þess að framkvæma umræddar úttektir.
Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum sem ljúka slíkri úttekt á yfirstandandi ári, 2015. Þjónustusvæði sem samanstanda af fleiri en einu sveitarfélagi, sem og ferlinefndir, geta einnig sótt um styrk.

Bæjarráð samþykkir að sækja um 1.000.000 kr. styrk til að gera úttekt á aðgengismálum í stofnunum Fjallabyggðar. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur ef við á.

3.Breyting fjárhagsáætlunar 2015 - Eignasala

Málsnúmer 1508025Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um eignasölu Íbúðasjóðs á árinu 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa eignabreytingum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

4.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram tillaga skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um 10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem hér segir:

Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.

Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra um 10% hækkun á gjaldskrá. Skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.

5.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Samþykkt
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar leggur til að verð á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift hækki í takt við vísitölu neysluverðs. Verð á skólamáltíðum hefur verið kr. 444 frá 1. janúar 2015. Áður kostaði skólamáltíð kr. 420.
Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár hefur verið kr. 2.000 frá hausti 2013.

Bæjarráð samþykkir 4% hækkun á gjöldum m.v. vísitölu frá og með 1. september nk.

6.Innstig í almenningssamgöngum - talning á farþegum

Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um notkun á almenningssamgöngum á milli byggðarkjarna í júlímánuði. Samtals voru farþegar 833 þar af 785 á vegum KF sem gerir þá 48 almennir farþegar.

Bæjarráð samþykkir að frítt verði fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 40% afslátt af áður samþykktri gjaldskrá.

7.Rekstraryfirlit júní 2015

Málsnúmer 1508024Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar er 30,0 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -29,6 millj. í stað 0,4 millj.
Tekjur eru 49,8 millj. hærri en áætlun, gjöld 20,6 millj. hærri og fjármagnsliðir 0,8 millj. lægri.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra yfir stöðu framkvæmda 2015.

8.Skíðasvæði Fjallabyggðar - Hólavegur 7 o.fl.

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram bréf Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs vegna Hólavegar 7.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Lögð fram tilllaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 4 við fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar.

10.Vísitölubreyting lífeyrisskuldbindinga 2015

Málsnúmer 1508016Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram yfirlit yfir áhrif vísitölubreytinga á lífeyrisskuldbindingar bæjarfélagsins fyrstu 6 mánuði ársins.

11.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lagt fram bréf Ásdísar Sigurðardóttur þar sem hún segir af sér trúnaðarstörfum fyrir F-listann vegna brottflutnings úr bæjarfélaginu.

Bæjarráð þakkar Ásdísi vel unnin störf fyrir bæjarfélagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

12.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrar þar sem hafnað er beiðni Fjallabyggðar um húsaleigugreiðslur vegna MTR.

Bæjarráð harmar afstöðu Akureyrarbæjar og samþykkir að fresta málinu til næsta fundar, þar sem von er á frekari skýringum frá Akureyrarbæ.

13.Loftræsting yfir eldavél í skólaeldhúsi

Málsnúmer 1508032Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Lagt fram bréf skólameistara MTR, Láru Stefánsdóttur, þar sem gerð er alvarleg athugasemd við loftræstikerfi í skólahúsi grunnskólans í Ólafsfirði, en skólinn hefur leigt eldhúsið til notkunar við kennslu í áfanga "Matur og menning".

Bæjarráð óskar eftir því að deildarstjóri tæknideildar veiti umsögn.

14.Hornbrekka Ólafsfirði - Ársreikningur 2014 og endurskoðunarskýrsla

Málsnúmer 1508017Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

15.Snjóflóðavarnir við Hornbrekku, Ólafsfirði - Skilamat

Málsnúmer 1508018Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2015

Málsnúmer 1502133Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.