Aðgengi fyrir fatlaða - auglýsing frá Velferðarráðuneytinu

Málsnúmer 1507009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Í erindi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, er athygli sveitarfélaga vakin á auglýsingu Velferðarráðuneytis og skorað á þau að bregðast við henni með því að sækja um styrk til ráðuneytisins til að gera úttekt á aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum.

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fjölskyldudeildar að veita umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Samþykkt
Velferðarráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum sbr. meðfylgjandi auglýsingu.
"Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Sveitarfélög bera ábyrgð á úttektum (sbr. aðgerðalið A.1 í áætluninni), en markmið þeirra er að leiða í ljós stöðu aðgengismála í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur ef við á. Velferðarráðuneytið mun veita styrki til þess að framkvæma umræddar úttektir.
Auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum sem ljúka slíkri úttekt á yfirstandandi ári, 2015. Þjónustusvæði sem samanstanda af fleiri en einu sveitarfélagi, sem og ferlinefndir, geta einnig sótt um styrk.

Bæjarráð samþykkir að sækja um 1.000.000 kr. styrk til að gera úttekt á aðgengismálum í stofnunum Fjallabyggðar. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur ef við á.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Lagt fram til kynningar, svarbréf Velferðarráðuneytis, dagsett 21. september 2015, þar sem tilkynnt er að ekki verði unnt að verða við styrkumsókn Fjallabyggðar vegna úttekta í aðgengismálum fatlaðs fólks.