Bæjarráð Fjallabyggðar

400. fundur 07. júlí 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Flotbryggja á milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1501095Vakta málsnúmer

Á 65. fundi hafnarstjórar var samþykkt í tengslum við erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, að setja til reynslu sumarið 2015, flotbryggju milli Togarabryggju og Ingvarsbryggju á Siglufirði, sem nota megi sem viðlegu fyrir sjóflugvélar í tengslum við útsýnisferðir frá Akureyri til Siglufjarðar.

Á 111. fundi bæjarstjórnar, 13. mars 2015, var samþykkt að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Á 398. fundi bæjarráðs, 23. júní 2015, var samþykkt að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar með áherslu á að öryggismál og staðsetning væri fullnægjandi.

Á 70. fundi hafnarstjórnar, 30. júní 2015, ítrekaði hafnarstjórn fyrri bókun, um að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015.

Bæjarráð samþykkir að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015, með áherslu á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

2.Formleg opnun skógarins í Skarðsdal

Málsnúmer 1506078Vakta málsnúmer

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var tekið fyrir erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin er fyrirhuguð 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að veita umsögn.

Umsögn bæjarstjóra lögð fram.

Dagskrárlið frestað.

3.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats - Útgefin störf

Málsnúmer 1507002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2015, um niðurstöðu vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS, sem nú liggur fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Breytingar á launaröðun vegna endurskoðunar gilda frá 1. maí 2014.
Í ljósi þess að um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október 2015 til að framkvæma afturvirkar launabreytingar starfsmanna.

4.Kirkjugarðar Siglufjarðarsóknar

Málsnúmer 1506088Vakta málsnúmer

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var til umfjöllunar umhirða í kirkjugörðum í Siglufirði.

Bæjarráð harmaði ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.

Umsögn lögð fram til kynningar.

Á árinu 2015 eru áætlaðar 5 mkr. til þess að búa til ný grafarstæði syðst í garðinum. Reynt verður að ljúka við duftreit ef fjármunir endast, annars í síðasta lagi á árinu 2016.

Bæjarráð óskar eftir því að fá afrit af ársreikningum kirkjugarða Siglufjarðarsóknar fyrir árin 2013 og 2014.

Afstaða verður tekin til annarra atriða í umsögn á næsta fundi.

5.Möguleg útvistun launaútreikninga fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1506079Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið véku Helga Helgadóttir og Sólrún Júlíusdóttir af fundi og í þeirra stað komu S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var lagt fram erindi frá Remote ehf, þar sem boðið er upp á launavinnslu fyrir bæjarfélagið.

Bæjarráð samþykkti að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman kostnað við launaútreikning bæjarfélagsins.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð telur ekki rétt að útvista launaútreikning fyrir Fjallabyggð að svo stöddu.

6.Innstig í almenningssamgöngum - talning á farþegum

Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit markaðs- og menningarfulltrúa, vegna notkunar á almenningssamgöngum bæjarfélagsins 15. júní til 30. júní 2015.

Fram kemur að heildarnotkun er 587 farþegar á tímabilinu, þar af 528 er tengjast frístundastarfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð óskar eftir áframhaldandi tímasettri talningu á innstigi.

7.Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um lúkningu ágreinings vegna frívatns Skeggjabrekku í Ólafsfirði annars vegar og hins vegar drög að samstarfssamningi Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Norðurorku.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning um lúkningu ágreinings milli Fjallabyggðar og Norðurorku.

8.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beindi þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst yrði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Á 394. fundi bæjarráðs, 26. maí 2015, var samþykkt að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að auglýsa eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar Hjartar Hjartarsonar, dagsett 3. júlí 2015.

Þar kemur m.a. fram að eitt svar barst við auglýsingunni frá eigendum neðri hæðar Lækjargötu 8 Siglufirði, sem áður hýsti starfsemi veitingastaðarins Billans.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við eigendur Lækjargötu um leigu fyrir NEON félagsmiðstöð.

9.Mál Arion banka og AFLs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1506060Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu mál Arions banka og AFLs Sparisjóðs og mikilvægi þess að niðurstaða fáist í því hvort erlend lán Arion til AFLs séu lögleg eða ekki.
Ef erlendu lánin eru ólögleg verða til fjármunir í samfélagssjóði Sparisjóðsins, sem eiga að nýtast í verkefni í Fjallabyggð og Skagafirði.

Bæjarráð telur að um mikilvægt mál fyrir íbúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar sé að ræða og eðlilegt að kannaður sé lagalegur réttur í málinu.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að gæta hagsmuna íbúa Fjallabyggðar í þessu máli.

Bæjarráð telur það mjög æskilegt að vinna málið áfram í náinni samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð m.a. með því að sveitarfélögin noti sama lögfræðing til málsins.

Fyrir liggur að afla gagna í þessu máli og taka ákvarðanir á grundvelli þeirra um framhaldið.

Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri Fjallabyggðar og sveitastjóri Skagafjarðar upplýsi stjórnir bæjar- og sveitarfélaganna mánaðarlega um framgang málsins með formlegum hætti.

10.Ástand vegarins að frístundahúsabyggð á Saurbæjarási

Málsnúmer 1506094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Álfhildar Stefánsdóttur, dagsett 29. júní 2015, um ástand vegarins að frístundahúsabyggð á Saurbæjarási í Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til deildarstjóra tæknideildar til afgreiðslu.

11.Göngubrú yfir Ólafsfjarðará

Málsnúmer 1504048Vakta málsnúmer

Niðurstaða 398. fundar bæjarráðs, 23. júní 2015, um ásigkomulag göngubúrar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum var sú að allt viðhald og endurbygging væri á hendi landeiganda.

Í framhaldserindi Haraldar Marteinssonar eiganda Þóroddsstaða, dagsett 25. júní 2015, kemur fram að upphaflega brúin hafi verið byggð af ábúanda Kálfsár og endurbyggð af bæjarfélaginu.

Bréfritari óskar þess að bæjarráð endurskoði afstöðu sína og byggi einfalda og örugga göngubrú yfir ánna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að skoða málið.

12.Ósk um leyfi til að setja upp vegvísi/skilti upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1507008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og umsagnar í hafnarstjórn.

13.Fasteignagjöld 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 1502054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda þá mánuði sem kaffihúsið er ekki í rekstri.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.Aðgengi fyrir fatlaða - auglýsing frá Velferðarráðuneytinu

Málsnúmer 1507009Vakta málsnúmer

Í erindi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, er athygli sveitarfélaga vakin á auglýsingu Velferðarráðuneytis og skorað á þau að bregðast við henni með því að sækja um styrk til ráðuneytisins til að gera úttekt á aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum.

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fjölskyldudeildar að veita umsögn.

15.Áhrif Héðinsfjarðarganga - málþing

Málsnúmer 1507010Vakta málsnúmer

Hópur rannsóknarfólks við Háskólann á Akureyri er að ljúka stóru rannsóknarverkefni um áhrif Héðinsfjarðarganganna á samgöngur, efnahagslíf og samfélag í Fjallabyggð. Áhugi er á því að ljúka verkefninu með málþingi þar sem farið væri yfir helstu niðurstöður og er föstudagurinn 2. október n.k. nefndur til sögunnar, en þá verða fimm ár liðin frá opnun gagnanna.

Bæjarráð samþykkir að sjá um fundaraðstöðu og kaffi.

16.Varðar lokun á hólfi á Fljótagrunni nr. 724/2009

Málsnúmer 1507011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skalla, félagi smábátaeigenda, dagsett 1. júlí 2015, um opnun veiðihólfs á Fljótagrunni, sbr. reglugerð 724/2009.

Bæjarráð tekur undir erindi félagsins, að umrætt veiðihólf á Fljótagrunni verði opnað strax og það sæti síðan sömu vinnureglu hjá Hafrannsóknarstofnun og önnur mið á grunnslóð fyrir Norðurlandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf.

17.Fasteignamat 2016

Málsnúmer 1506082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 24. júní 2015, um niðurstöðu endurmats fasteigna, sem tekur gildi 31. desember n.k.

Fram kemur að meðaltal hækkunar í Fjallabyggð er 5%.

18.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015

Málsnúmer 1506007FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015 Á fundinn mætti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eigandi og rekstraraðili Alþýðuhússins á Siglufirði. Gerði hún grein fyrir starfsemi hússins. Hefur Aðalheiður staðið fyrir 50 viðburðum í Alþýðuhúsinu á sl. þremur árum. Hefur hún í hyggju að stækka við Alþýðuhúsið og kynnti hún þær hugmyndir fyrir nefndinni. Nefndin þakkar Aðalheiði fyrir greinargóða kynningu og fagnar þeirri starfsemi sem hún stendur fyrir og hvetur hana til frekari dáða. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar markaðs og menningarnefndar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • 18.2 1504022 17. júní 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015 17. júní hátíðarhöldin í Fjallabyggð fóru fram í blíðskaparveðri í gær. Hátíðarhöldin tókust að mestu leyti vel og þakkar markaðs- og menningarnefnd, Menningar- og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði fyrir að halda utan um dagskránna sem að mestu leyti fór fram við Menningarhúsið Tjarnarborg. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar markaðs og menningarnefndar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015 Alls sóttu sex aðilar um starf umsjónarmanns fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg en umsóknarfrestur um starfið rann út þann 12. júní sl. Umsækjendur eru:
    - Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði
    - Garðar Hvítfeld, Akureyri
    - Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, Ólafsfirði
    - Sigríður Frímannsdóttir, Noregi
    - Símon Hrafn Vilbergsson, Akureyri
    - Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði

    Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal og sáu Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi og Arndís Erla Jónsdóttir formaður markaðs- og menningarnefndar um að taka viðtölin.
    Þrír umsækjendur, Garðar, Símon og Elsa Guðrún drógu umsóknina til baka.
    Að mati nefndarinnar er Snjólaug Ásta hæfasti umsækjandinn og leggur til við bæjarráð að hún verði ráðin sem umsjónarmaður Tjarnarborgar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar markaðs og menningarnefndar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar markaðs og menningarnefndar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar markaðs og menningarnefndar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.

19.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015

Málsnúmer 1506009FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Róbert Guðfinnsson fyrir hönd Selvíkur óskar eftir að ekki verði komið fyrir bryggju eða öðru hafnarlægi á dýpkuðu svæði við Hótel Sigló skv. meðfylgjandi teikningu án samráðs og samþykkis eiganda.

    Hafnarstjórn samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • 19.2 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram yfirlýsing frá starfsmanni Hafbor ehf um ástand flotbryggja sem endurnýjaðar voru á Ólafsfirði. Kafað var undir bryggjurnar og er niðurstaðan að miðað við aldur og notkun eininganna eru þær í ágætis ástandi.

    Þrjár einingar hafa verið settar niður í Ólafsfirði, ein eining fyrir olíuafgreiðslu við Óskarsbryggju, ein við Hótel Sigló og ein milli Ingvarsbryggju og fiskmarkaðar Siglufjarðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagður fram bæklingur til kynningnar á starfsemi Reiknistofu fiskmarkaða hf með ósk um aukna samvinnu fiskmarkaða við sveitarfélög landsins um hin ýmsu mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Fiskistofa vekur athygli löndunarhafna á breyttum reglum sem fela í sér aukið hafnríkiseftirlit vegna landana erlendra skipa frá og með 1. júlí næstkomandi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • 19.5 1506069 Sjósetning smábáta
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagðar fram tillögur að staðsetningu á ramp fyrir sjósetningu smábáta á Siglufirði.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu að staðsetningu fyrir sjósetningu smábáta á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram tillaga að merkingu á hafnarsvæði til að tryggja öryggi innan hafnarsvæðis, einnig tillaga að skiltum vegna lokunar meðan löndun stendur yfir.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur til reynslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu aftur til hafnarstjórnar með áherslu á að öryggismál og staðsetning sé fullnægjandi.

    Hafnarstjórn ítrekar fyrri bókun, að setja flotbryggjuna til reynslu sumarið 2015.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 12 júní s.l. voru opnuð hjá Ríkiskaup tilboð í stálþil og festingar vegna Siglufjörður - Bæjarbryggja, endurbygging. Lægsta tilboð var um 81,4 mill. kr án vsk, en innifalið er flutningur og afhending á staðnum.
    Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda (GA ehf) á grundvelli tilboðsins.

    Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði GA smíðjárn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Umhverfisstofnun vekur athygli á, að samkvæmt reglugerð nr. 124/2015 sem tók gildi í febrúar á þessu ári skulu skip sem liggja við bryggju nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eftir því sem kostur er. Hins vegar ef ekki er möguleiki á að nota rafmagn úr landi er gerð sú krafa að ekki skuli nota skipaeldsneyti með meira brennisteinsinnihald en 0,1%(m/m). Þessi krafa er gerð til að stuðla að bættum loftgæðum og draga úr mengun. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 24. júní 2015.
    Siglufjörður 8505 tonn í 1123 löndunum.
    Ólafsfjörður 393 tonn í 374 löndunum.
    Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
    Siglufjörður 7637 tonn í 1357 löndunum.
    Ólafsfjörður 508 tonn í 373 löndunum.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit hafnarsjóðs fyrir apríl 2015.
    Niðurstaða fyrir tímabilið er 4,2 millj. umfram tímabilsáætlun. Rauntölur 0,4 millj. en tímabilsáætlun -3,8 millj.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagt fram til kynningar fyrirhuguð orlofstaka hafnarvarða. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 375. fundar Hafnasambands Íslands 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30. júní 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. og 20. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 400. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.