Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

17. fundur 18. júní 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Lisebet Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.Málefni Alþýðuhússins

Málsnúmer 1506046Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á fundinn mætti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eigandi og rekstraraðili Alþýðuhússins á Siglufirði. Gerði hún grein fyrir starfsemi hússins. Hefur Aðalheiður staðið fyrir 50 viðburðum í Alþýðuhúsinu á sl. þremur árum. Hefur hún í hyggju að stækka við Alþýðuhúsið og kynnti hún þær hugmyndir fyrir nefndinni. Nefndin þakkar Aðalheiði fyrir greinargóða kynningu og fagnar þeirri starfsemi sem hún stendur fyrir og hvetur hana til frekari dáða.

2.17. júní 2015

Málsnúmer 1504022Vakta málsnúmer

Lagt fram
17. júní hátíðarhöldin í Fjallabyggð fóru fram í blíðskaparveðri í gær. Hátíðarhöldin tókust að mestu leyti vel og þakkar markaðs- og menningarnefnd, Menningar- og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði fyrir að halda utan um dagskránna sem að mestu leyti fór fram við Menningarhúsið Tjarnarborg.

3.Tjarnarborg - starfsmannamál

Málsnúmer 1505056Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Alls sóttu sex aðilar um starf umsjónarmanns fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg en umsóknarfrestur um starfið rann út þann 12. júní sl. Umsækjendur eru:
- Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði
- Garðar Hvítfeld, Akureyri
- Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, Ólafsfirði
- Sigríður Frímannsdóttir, Noregi
- Símon Hrafn Vilbergsson, Akureyri
- Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði

Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal og sáu Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi og Arndís Erla Jónsdóttir formaður markaðs- og menningarnefndar um að taka viðtölin.
Þrír umsækjendur, Garðar, Símon og Elsa Guðrún drógu umsóknina til baka.
Að mati nefndarinnar er Snjólaug Ásta hæfasti umsækjandinn og leggur til við bæjarráð að hún verði ráðin sem umsjónarmaður Tjarnarborgar.

4.Rekstraryfirlit apríl 2015

Málsnúmer 1506007Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

5.Rekstraryfirlit mars 2015

Málsnúmer 1505022Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Fundi slitið.