Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

13. fundur 05. febrúar 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson Markaðs- og menningarfulltrúi

1.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Samþykkt
Á fundinn mætti Anna María Guðlaugsdóttir forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar og kynnti hún tillögu sína að nýrri gjaldskrá fyrir menningarhúsið. Markaðs- og menningarnefnd felur forstöðumanni að einfalda gjaldskránna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1410049Vakta málsnúmer

Samþykkt
Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Skúla Pálssyni þar sem hann skorar á bæjaryfirvöld að kaupa búnað til kvikmyndasýninga í Tjarnarborg. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefndar og jafnframt samþykkti bæjarráð að fela nefndinni að endurskoða og móta framtíðarsýn fyrir menningarhúsið Tjarnarborg varðandi tilgang og nýtingu. Niðurstöðu þarf að leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. apríl nk. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar, forstöðumanni Tjarnarborgar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna að því að móta framtíðarsýn fyrir Tjarnarborg og í þeirri vinnu að kalla eftir áliti félagasamtaka, listamanna og stofnanna sem hafa verið að nýta húsið fyrir hina ýmsu viðburði. Hugmyndir Skúla Pálssonar um að koma upp búnaði til kvikmyndasýninga verða teknar til umfjöllunnar í þeirri vinnu.

3.Málefni bókasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408004Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar. Lagði hún fram ársskýrslu bóka- og héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2014. Einnig fór hún yfir nokkur mál er snúa að rekstri bókasafnanna í báðum byggðarkjörnum og rekstri héraðsskjalasafnsins. Upplýsti hún m.a. um að starfsmaður héraðsskjalasafnsins hefði sagt starfi sínu lausu og því þyrfti að auglýsa eftir nýjum starfsmanni. Gerð hún m.a. stuttlega grein fyrir ástandi skjalamála hjá stofnunum bæjarins. Óskar hún eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starf til að geta hafið vinnu við að koma skjalamálum stofnanna í viðunandi horf.
Markaðs- og menningarnefnd heimilar fyrir sitt leyti að farið verði í að grisja tímaritakost safnsins. Nefndin styður einnig tillögu forstöðumanns um að ráðinn verði einn starfsmaður í 100% starf til að vinna við héraðsskjalasafnið, bókasafnið og upplýsingamiðstöð og leggur til við bæjarráð að það verði samþykkt. Nefndin óskar eftir því að forstöðumaður skili greinargerð til bæjarráðs með rökstuðningi fyrir þessari tillögu.

4.Rekstur upplýsingamiðstöðva sumarið 2014

Málsnúmer 1409106Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar sl. var til umfjöllunar málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði þar sem upplýst var um fund sem haldin var þann 12. janúar með fulltrúa Bolla og bedda ehf. Á þeim fundi voru rædd málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í tengslum við ályktun markaðs- og menningarnefndar frá 23. október 2014. Bæjarráð fól markaðs- og menningarnefnd að taka málið til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verði boðin út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar verði í bókasafninu á öðrum tíma ársins.

5.Norræna strandmenningarhátíðin 2018

Málsnúmer 1501100Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Tekið fyrir bréf dagss. 28. janúar 2015 frá Örlygi Kristfinnssyni f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018. Lagt er til að Síldarminjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenningarfélagið sem hefur verið tengiliður Íslands við þessa hátíð sem haldin hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011. Samstarfið myndi fyrst og fremst felast í samvinnu um skipulagningu og nokkurri kostnaðarhlutdeild. Fyrsta skrefið yrði að mynda samráðsvettvang fulltrúa þessara þriggja aðila. Í bréfinu er einnig bent á að árið 2018 verða eitthundrað ár liðin síðan Siglufjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og tvöhundruð ár síðan hann varð löggiltur verslunarstaður. Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar ákvörðunar bæjaráðs.

6.Viðburðadagatal Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt var fram til kynningar viðburðadagatal fyrir árið 2015 í Fjallabyggð tekið saman af markaðs- og menningarfulltrúa. Markaðs- og menningarnefnd fagnar framtakinu og hvetur til þess að viðburðadagatalið verði kynnt vel á meðal heimamanna og verði aðgengilegt gestum á upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar og víðar.

Fundi slitið.