Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

16. fundur 27. janúar 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir aðalmaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Anna María Elíasdóttir varamaður, D lista
  • Ásdís Sigurðardóttir varamaður, F lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Jafnréttisáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2014-2017

Málsnúmer 1501056Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri, Olga Gísladóttir kynnti Jafnréttisáætlun leikskólans. Jafnréttisáætlunin á við börn, foreldra og starfsfólk leikskólans. Áætlunin tekur mið af skólanámskrá Leikskóla Fjallabyggðar og Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.

2.Leikskálar, niðurstöður úr eldvarnaskoðun

Málsnúmer 1412042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um eldvarnarskoðun fyrir Leikskála, dags. 17.12.2014. Athugasemdir skoðunaraðila eru óverulegar.

3.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1501016Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2014-2015. Samþykkt.
Olga Gísladóttir vék af fundi kl. 16:40.
Guðný Kristinsdóttir vék af fundi kl. 16:40.
Hilmar Þór Hreiðarsson tók sæti hennar á fundinum kl. 16:40.

4.Nemendakönnun Skólapúlsins 2014-2015

Málsnúmer 1501078Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 16:40.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir nemendur í 6.-7. bekk og 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.

5.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1501059Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt.

6.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt.

7.Öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþrótthúss Siglufirði

Málsnúmer 1501069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, til bæjarráðs varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss Siglufirði.
Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.

8.Símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2014-2015

Málsnúmer 1501077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
Ríkey vék af fundi kl. 17:30.

9.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi tók sæti á fundinum kl. 17:50.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2015 með viðauka um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði.
Gjaldskráin hækkar að meðaltali um 3,06% milli ára.

10.Reglur um úthlutun frítíma í Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1103063Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um úthlutun frítíma í Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Reglurnar ná til úthlutunar á frítímum í íþróttasölum Fjallabyggðar og eru í samræmi við núgildandi stundatöflu íþróttamiðstöðvarinnar.
Nefndin samþykkir að senda tillögunar til umsagnar UÍF.
Haukur vék af fundi kl.18:25.

11.Ósk um námsleyfi

Málsnúmer 1501045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttur, þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntun.
Meðfylgjandi er bréf frá Námsleyfasjóði Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem staðfest er að sjóðurinn hefur veitt Ríkey námslaun næsta skólaár.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Ríkey fái leyfi frá störfum til að sinna endurmenntun skólaárið 2015-2016.

12.Rekstraryfirlit nóvember 2014

Málsnúmer 1412053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynninga rekstaryfirlit fyrir nóvember 2014. Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 199.879 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 210.488,6 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 543.919,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 549.942,5 millj. kr.

Fundi slitið.