Rekstraryfirlit nóvember 2014

Málsnúmer 1412053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2014, dagsett 6. janúar 2015.

Rekstrarniðurstaða tímabils er 39,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -92,8 millj. miðað við -53,3 millj.
Tekjur eru 6,1 millj. lægri en áætlun, gjöld 38,3 millj. lægri og fjárm.liðir 7,3 millj. lægri.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20.01.2015

Lagt fram
Rekstraryfirlit fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar.
Niðurstaða fyrir menningarmál er 56,5 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 60,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 14,9 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 15,2 millj. kr.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27.01.2015

Lagt fram til kynninga rekstaryfirlit fyrir nóvember 2014. Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 199.879 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 210.488,6 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 543.919,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 549.942,5 millj. kr.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 05.02.2015

Niðurstaða fyrir félagsþjónustu er 98,8 millj.kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 99,7 millj.kr.