Fréttir

Sameining lögregluumdæma

Nú styttist í sameiningu nokkurra lögregluumdæma á Íslandi en sú breyting tekur gildi um áramótin. Hingað til hafa sýslumenn vítt og breitt um landið farið með hlutverk lögreglustjóra, hver í sínu umdæmi. 
Lesa meira

Verkfalli tónlistarkennara lokið og kennsla hefst í dag

Vakin er athygli á því að búið er að semja í kjaradeilu tónlistarkennara við sveitarfélögin.  Verkfalli hefur því verið aflétt og hefst því kennsla við Tónskóla Fjallabyggðar í dag, samkvæmt stundaskrá, eftir fimm vikna verkfall.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2015

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2015.  Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstökum listamanni eða hópi. 
Lesa meira

Breytingar á lögheimili

Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast Þjóðskrá Íslands eigi síðar en fimmtudaginn 11. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs. 
Lesa meira

Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsfjarðar

Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsfjarðar verða Í Tjarnarborg miðvikudaginn 26. nóv. 2014 kl. 20.00.  Fram koma með kórnum;
Lesa meira

Brúðkaup - lokasýning

Rúmlega 1.000 manns hafa nú séð "Brúðkaup", gamanleik sem saminn er af Guðmundi Ólafssyni og í hans leikstjórn, og yfirgefið Menningarhúsið Tjarnarborg með hláturkrampa í maga og gleðitár á hvarmi.
Lesa meira

Opnun á skíðasvæðinu frestað

Þau tíðindi voru að berast frá Fjallamönnum, starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði, að því miður geti þeir ekki opnað skíðasvæðið laugardaginn 22. nóvember eins og til stóð.  
Lesa meira

Jólamarkaðir og jólatré

Kveikt verður  jólatrénu í Ólafsfirði laugardaginn 29. nóvember kl. 16:00 og  á Siglufirði sunnudaginn 30. nóvember  kl. 16:00.
Lesa meira

Allir lesa - úrslit liggja fyrir

Lestrarátakinu "Allir lesa" er nú formlega lokið og liggja úrslit fyrir. Þúsundir landsmanna tóku þátt í landsleik í lestri: 
Lesa meira

Viðburðardagatal aðventu - frestur framlengdur

Í skoðun er að gefa út viðburðardagatal fyrir aðventu og jól í Fjallabyggð. Allir viðburðir verða settir inn á dagatal á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig verður dagatalið prentað og borið í öll hús Fjallabyggðar. 
Lesa meira