Fréttir

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði lokuð vegna blakmóts

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði (Sundhöll) verður lokuð helgina 8. og 9. nóvember vegna Íslandsmóts í 3., 4. og 5. deild kvenna í blaki.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar 22. nóvember

Þau tíðindi voru að berast frá Fjallamönnum, starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði, að þeir stefni á að opna svæðið laugardaginn 22. nóvember nk.
Lesa meira

Opin vinnustofa í Alþýðuhúsinu

Laugardaginn 8. nóv. kl. 14.00 - 17.00 verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir með opna vinnustofu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Sólarbögglar - ljósmyndasýning í Deiglunni

Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir ljósmyndasýningu í Deiglunni Akureyri sem ber yfirskriftina Sólarbögglar.  Á tímum stafrænnar tækni er hægt að fanga það sem maður sér með einum smelli. 
Lesa meira

Brúðkaup - aukasýning

Þar sem viðtökur á gamanleiknum "Brúðkaup" hafa verið framar vonum, hefur Leikfélag Fjallabyggðar ákveðið að skella á aukasýningu á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember.  Leikverkið er samið af Guðmundi Ólafssyni og er hann jafnframt leikstjóri.
Lesa meira

Nýjar bækur á bókasafninu

Nýjar bækur steyma nú inn á Bókasafn Fjallabyggðar.  Á heimasíðu bókasafnsins er nú komin sérstök síða með upplýsingum um allar nýjar bækur sem berast safninu. Smellið hér.
Lesa meira

Kattahreinsun í dag

Kattaeigendur athugið. Í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, mun dýralæknir verða í Fjallabyggð og eru kattaeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 
Lesa meira

Norræni skjaladagurinn

Árlegur kynningardagur opinberra skjalasafna á Norðurlöndum er næstkomandi laugardag 8. nóvember. Af því tilefni verður bókasafnið á Siglufirði, þar sem héraðsskjalasafnið er til húsa, opið frá kl. 14:00-16:00.
Lesa meira

Spilavist KF

Nú getur áhugafólk um spilavist tekið gleðina sína aftur því á morgun hefst spilavist KF aftur eftir smá hlé.  Spilað verður í Menningarhúsinu Tjarnarborg á þriðjudagskvöldum og hefst dagskrá kl. 20:00.  Allir velkomnir.
Lesa meira

Sigurður Valur á Rás 2

Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, var í viðtali í morgunþætti Rásar 2 nú í morgun. 
Lesa meira