Leikfélagi Fjallabyggðar hefur svo sannarlega tekist að búa til eitthvað fagurt og eftirtektarvert. Félagar þess sýndu íbúum Fjallabyggðar, hversu megnug við erum þegar við störfum saman í sátt og samlyndi. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári undir öruggri stjórn Guðmundar Ólafssonar, sem jafnframt skrifaði verkið. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi í Tjarnarborg aftur og aftur og þótti svo gott að það var valið það áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu í júnímánuði. Var það stór stund fyrir áhugaleikara á landsbyggðinni að standa á fjölum Þjóðleikhússins.
Myndir frá útnefningu bæjarlistamanns 2014
Leikfélag Fjallabyggðar þakkaði fyrir sig með söng úr leikritinu "Stöngin inn".
(Myndir: Gísli Kristinsson).