Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir ljósmyndasýningu í Deiglunni Akureyri sem ber yfirskriftina Sólarbögglar. Á
tímum stafrænnar tækni er hægt að fanga það sem maður sér með einum smelli.
Gang sólar er hins vegar ekki hægt að mynda á venjulegan máta með nútíma myndavélum. Allar myndir á sýningunni eru teknar
með frumstæðri ljósmyndatækni sem kallast „pinhole camera“
Á sýningunni verða 30 íslenskar myndir teknar með „pinhole“ myndavélum og verða myndavélarnar jafnframt til sýnis.
Verkefnið var unnið í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga og Verkmenntaskólann á Akureyri.
“Solar Parcel” er skiptinám skipulagt af Listhúsinu Í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina og Fotologue Culture í Hong Kong.
Verkefnið er stutt af Menningarráði Eyþings.
Sýningin hefst 15. nóvember og stendur til 7.desember 2014
Opið 12:00 til 17:00 (Lokað mánudaga)
Opnunar móttaka 15. nóv. kl. 14:00
Nánari upplýsingar
hér
(pdf.skjal)