Mynd frá héraðsskjalasafni. Braus verslun.
Árlegur kynningardagur opinberra skjalasafna á Norðurlöndum er næstkomandi laugardag 8. nóvember. Af
því tilefni verður bókasafnið á Siglufirði, þar sem héraðsskjalasafnið er til húsa, opið frá kl.
14:00-16:00.
Gamlar ljósmyndir verða til sýnis og hvetjum við fólk til að koma og aðstoða okkur við að þekkja fólkið á myndunum.
Hægt verður að glugga í gömul gögn er varða bæjarmál í Siglufirði, má þar nefna til dæmis greinargerð A lista
frá 1938.
Tilgangurinn með Norræna skjaladeginum er meðal annars sá að efla vitund fólks um að skjalasöfnin séu tryggir vörslustaðir skjala af
hvaða tagi sem er. Fundargerðabækur, bréf, myndir og fleiri skjöl af ýmsu tagi eiga erindi á skjalasöfn. Því er fólk hvatt til að
koma við á héraðsskjalasafninu, ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað gera á við, eða vill koma í
örugga vörslu.