Fréttir

Gunnar I. Birgisson verður nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar hefur ákveðið að ráða Gunnar I. Birgisson sem nýjan bæjarstjóra sveitarfélagsins. Gunnar tekur við af Sigurði Val Ásbjarnarsyni, sem óskaði eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Gunnar hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og var bæjarstjóri í Kópavogi til fjölda ára.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Fjallabyggðar

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins af persónulegum ástæðum. Sigurður hefur verið bæjarstjóri Fjallabyggðar frá árinu 2010. Starfslokin eru gerð í fullri sátt við bæjarstjórn og er Sigurði þakkað fyrir vel unnin störf og honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

111. fundur bæjarstjórnar

111. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 14. janúar kl. 17:00.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2015

Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2015. Dagatalið má nálgast hér á heimasíðunni. Eru íbúar hvattir til að kynna sér það vel. Á þessum tíma árs er mikilvægt að gætt sé að því að gott aðgengi sé að tunnunum svo auðveldlega gangi fyrir starfsmenn gámafélagsins að tæma þær.
Lesa meira

Fundur um náttúrupassa á miðvikudaginn

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra heldur fund um náttúrupassann miðvikudaginn 7. janúar kl 16:30-18:00. Fundurinn verður á Icelandair hótelinu á Akureyri og eru allir áhugaaðilar um hagsmuni norðlenskrar ferðaþjónustu hvattir til að mæta og kynna sér málin. Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir fundinum.
Lesa meira

Jólakveðja og opnunardagar yfir hátíðarnar

Bæjarstjórn og starfsmenn Fjallabyggðar senda bæjarbúum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Ný heimasíða Grunnskóla Fjallabyggðar

Opnuð hefur verið ný og glæsileg heimasíða Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Pinehole image of Fjallabyggd

Það er alltaf eitthvað um að vera í Listhúsinu í Ólafsfirði og um jólin er hægt að kíkja á sýningua "Pinehole image of Fjallabyggd" en hér er á ferðinni sýning á ljósmyndum teknar á pinehole myndavélar.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting

Daganna 19.  desember til  2. janúar verður akstur með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Jólaopnun íþróttamiðstöðva

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir:
Lesa meira