Pinehole image of Fjallabyggd

Myndir á sýningunni
Myndir á sýningunni

Það er alltaf eitthvað um að vera í Listhúsinu í Ólafsfirði og um jólin er hægt að kíkja á sýningua "Pinehole image of Fjallabyggd" en hér er á ferðinni sýning á ljósmyndum teknar á pinehole myndavélar. Þessar myndavélar eru gerðar úr 500ml áldósum. Á sýningunni verða sýndar myndir teknar af heimafólki frá Fjallabyggð en höfundar verka eru: Ásdis Pálmadóttir, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Gísli Kristinsson, Guðný Ágústsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Kristín Sigurjónsdóttir, María Bjarney Leifsdóttir, Matthías Gunnarsson, Sigmundur Agnarsson, Sigurður Svavarsson og Shok Han Liu.
Opið verður sem hér segir:
26. desember 2014 - kl.16:00 - 18:00
27. og 28. desember 2014 - kl.14:00 - 17:00
2. janúar 2015 - kl.16:00 - 18:00
3. og 4. janúar 2015 - kl.14:00 - 17:00
Kennsla i gerð pinhole myndavéla verður lokadag sýningarinnar á opnunartíma. 
Komið með eigin dósir 500 ml áldósir. Annað efni útvegað, gjald 500-kr pr. dós.

Sjá nánar á heimasíðu Listhússins