Skjáskot af heimasíðu grunnskólans
Opnuð hefur verið ný og glæsileg heimasíða Grunnskóla Fjallabyggðar. Markmið með nýju síðunni er að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum um skólann á einfaldan og þægilegan hátt. Nýja síðan, sem byggð er á sama grunni og aðalsíða Fjallabyggðar, mun verða í sífeldri þróun og athugasemdir við síðuna er hægt að senda á netfangið siggai@fjallaskolar.is
Vefurinn er uppsettur í vefumsjónarkerfinu MOYA frá STEFNU hugbúnaðarhús. Vefurinn er hannaður fyrir snjalltæki (Responsive web design) og er útlit stílað til fyrir þrjár gerðir af tækjum; snjallsíma, spjaldtölvu og venjulegar tölvur. Notendur síðunar geta nú notað „feed“ til að senda fréttir á Facebook og Twitter eða sett „like“ á fréttir.
Slóðin á heimasíðu grunnskólans er: http://grunnskoli.fjallabyggd.is eða http://www.fjallaskolar.is