Fréttir

Lífshlaupið 2015

Lífshlaupið verður nú ræst í áttunda sinn, í dag, miðvikudaginn 4. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lesa meira

Frístundastyrkur Fjallabyggðar

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 voru samþykktar breytingar á reglugerð um frístundastyrk Fjallabyggðar. Ákveðið var að breyta aldursviðmiðum þannig að nú geta börn á aldrinum 4-18 ára fengið frístundastyrk, var áður 6 - 18 ára.
Lesa meira

Tannverndarvika 2. - 7. febrúar

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015.
Lesa meira

Nýr skólaritari - nýtt netfang

Nú um mánaðarmótin tekur Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir við starfi skólaritara við Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún tekur við af Helgu Jónu Lúðvíksdóttur sem hefur fengið ársleyfi frá störfum. Við þessi tímamót breytist netfang skólaritara og verður ritari@fjallaskolar.is
Lesa meira

Aukin opnun á íþróttamiðstöðinni Siglufirði

Á fund bæjarráðs í gær kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og kynnti tillögu að opnunartíma íþróttamiðstöðva og lagði fram upplýsingar um ástand tækjakosts í tækjasal og viðhaldsþörf.
Lesa meira

Freyja í Alþýðuhúsinu

Freyja Reynisdóttir dvaldi í Alþýðuhúsinu fyrir áramótin og vann á staðnum sýningu inní Kompuna sem hún kallar FJÖGUR MÁLVERK. Opnunin var svo á fyrstu mínútu nýja ársins, 2015.
Lesa meira

Gunnar I. Birgisson mættur til starfa

Gunnar I. Birgisson nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar er mættur til starfa. RÚV þótti það fréttnæmt og var á staðnum í gær þegar Gunnar kom til Fjallabyggðar ásamt eiginkonu sinni.
Lesa meira

Sólarsöngvar

Fyrsti sólardagur ársins á Siglufirði var í gær. Samkvæmt hefð sungu grunnskólabörn á tröppum Siglufjarðarkirkju sólinni til heiðurs.
Lesa meira

Sýningar í Listhúsinu

Listhúsið í Ólafsfirði byrjar árið 2015 af krafti með hinum ýmsu sýningum listamanna sem dvalið hafa í listhúsinu og unnið að sinni sköpun.
Lesa meira

Tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki í Fjallabyggð

Á síðustu dögum og vikum hafa tvö ný ferðaþjónustufyrirtæki litið dagsins ljós í Fjallabyggð. Annað þeirra, Arcticfreeride, mun bjóða upp á skipulagðar ferðir frá Ólafsfirði og upp á fjallið Múlakollu.
Lesa meira