Fréttir

Siglómótið í blaki

Nú um helgina fer fram hið árlega Siglómót í blaki. Alls munu 38 lið taka þátt og spilaðir verða hátt í 100 leikir.
Lesa meira

Vampýrur: Kjaftur og klær

Laugardaginn 21. feb. kl. 20.00 verður Úlfhildur Dagsdóttir með fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði undir yfirskriftinni; Vampýrur: Kjaftur og klær
Lesa meira

Öskudagsskemmtun

Öskudagsskemmtun verður í íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði, í dag, miðvikudaginn 18. febrúar á milli kl. 14:30 - 15:30. Kötturinn sleginn úr tunnunni. Leikjabraut. Öll börn frá svaladrykk.
Lesa meira

Öflugur stuðningur fyrirtækja

Í hádeginu var skrifað undir samstarfssamning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjallabyggðar og sjö fyrirtækja sem styrkja verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Það eru fyrirtækin Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóður Siglufjarðar, Rammi hf og Arion banki sem veita þessu verkefni styrk og nemur styrkupphæð þeirra samtals 1.000.000 kr.
Lesa meira

Ræsing í Fjallabyggð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóð Siglufjarðar, Ramma hf, Arion banka og sveitarfélagið Fjallabyggð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting

Vakin er athygli á því að daganna 17. til 20. febrúar verður skólaakstur með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

visittrollaskagi.is komin í loftið

Í dag, föstudaginn 13. febrúar kl. 13:00, var formleg opnun á heimasíðunni www.visittrollaskagi.is í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Vefurinn er samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar og Ferðatrölla sem eru samtök ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Lesa meira

Deiliskipulag Leirutanga

Hafin er vinna við deiliskipulag Leirutanga, sem er landfylling á leirunum austan Snorragötu á Siglufirði. Stefnt er að því að núverandi tjaldsvæði í miðbæ Siglufjarðar verði lagt niður og nýtt svæði byggt upp á Leirutanga auk þess sem þar verði gert ráð fyrir athafnalóðum, útivistarsvæði og friðlandi fugla.
Lesa meira

Viðburðadagatal Fjallabyggðar 2015

Í byrjun janúar var auglýst á heimasíðu Fjallabyggðar eftir viðburðum í bæjarfélaginu á þessu ári. Búið er að taka saman alla innsenda viðburði í eitt skjal, Viðburðadagatal Fjallabyggðar. Hægt er að nálgast viðburðadagatalið hér á heimasíðunni undir útgefið efni.
Lesa meira

112 dagurinn

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, í dag, miðvikudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins verður sýning á tækjum og tólum sjúkraflutninga, björgunarsveita og Slökkviðliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita milli kl. 16:00 - 18:00. Í Ólafsfirði við slökkvistöðina og Sandhól. Á Siglufirði við slökkvistöðina.
Lesa meira