31.03.2015
Þann 17. febrúar sl. var auglýst laust til umsóknar 50% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Sjö umsóknir bárust og voru þrír umsækjendur boðaðir í formlegt viðtal. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir var metin hæfust umsækjenda og hóf hún störf þann 23. mars sl. Brynja er lögfræðingur að mennt.
Lesa meira
30.03.2015
Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Fjallabyggð er að renna út og er miðvikudaginn 1. apríl siðasti dagur til að skila inn umsókn.
Lesa meira
30.03.2015
Það er ekki hægt að segja annað en það verði mikið um að vera í Fjallabyggð um páskahátíðina. Ljósmyndasýning, gjörningahátíð, tónleikar, dansleikir, fjölbreytt skemmtun og síðast en ekki síst nægur snjór og skemmtilegheit á skíðasvæðum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
Lesa meira
30.03.2015
Í liðinni viku afhenti heiðursmaðurinn Njörður Jóhannsson Bókasafni Fjallabyggðar til varðveislu tvö af þeim bátalíkönum sem hann hefur smíðað af mikilli list. Þetta eru líkön af súðbyrðingnum Haffrúnni sem var opið vorskip og Fljótavíkingur sem var hákarlaskúta. Þeir sem vilja líta þessa listasmíð augum og fræðast um sögu þeirra er velkomið að líta við á bókasafniu á Gránugötu 24 Siglufirði.
Lesa meira
30.03.2015
Styrkjum hefur verið úthlutað úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015. Af þeim 309 umsóknum sem bárust í húsafriðunarsjóð hlutu 224 styrk. Alls var úthlutað 139.150.000 kr. úr húsafriðunarsjóði og renna 1.350.000 kr. til endurbóta á húsum á Siglufirði. Eigendur eftirtalinna húsa á Siglufirði fengu úthlutað úr húsafriðunarsjóði undir heitinu Friðuð hús og mannvirki:
Lesa meira
27.03.2015
Dagana 30. mars til og með 1. apríl verður akstur með eftirfarandi hætti:
Lesa meira
26.03.2015
Nú er lokið árlegri vorhátíð yngri nemenda við skólann en í gærkvöldi stigu u.þ.b. 120-130 nemendur á svið í Tjarnarborg og léku fyrir fullu húsi.
Lesa meira
24.03.2015
Á morgun, miðvikudaginn 25. mars, verður Vorhátíð 1. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg og hefst hátíðin kl. 18:00. Nemendur hafa æft stíft undanfarið og á skemmtununni mun hver bekkur flytja sitt atriði.
Lesa meira
23.03.2015
Á morgun þriðjudaginn 24. mars verða upptökur á Ófærð í gangi í miðbæ Siglufjarðar
Lesa meira
23.03.2015
Á fimmtudaginn í síðustu viku fóru fram uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku.
Lesa meira