Fréttir

Fyrirtækjaheimsóknir atvinnumálanefndar

Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar setti sér það markmið á fundi sínum þann 21. janúar sl. að heimsækja fyrirtæki í bæjarfélaginu. Markmið með heimsóknunum yrði að efla tengsl bæjarfélagsins og atvinnurekenda á svæðinu. Nefndin hefur nú heimsótt fjögur fyrirtæki.
Lesa meira

Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag Leirutanga

Hafin er vinna við deiliskipulag Leirutanga, sem er landfylling á leirunum austan Snorragötu á Siglufirði. Í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er norðurhluti skipulagssvæðisins skilgreindur sem athafnasvæði en suðurhlutinn sem íbúðarsvæði
Lesa meira

Þjóðlagasetrið á möguleika á Eyrarrósinni

Eyrarrósin er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Lesa meira

Martin Last opnar sýningu í Alþýðuhúsinu

Fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00 opnar Hollenski listamaðurinn Martyn Last sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands, í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til funda um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Úrslit úr undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudagskvöldið 26. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Þrír fulltrúar skólans voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. mars kl. 14.
Lesa meira

Varasamt að leika sér við Stóra-Bola

Að gefnu tilefni er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki að leik sunnan við Stóra-Bola vegna snjóflóðahættu. Nú þegar hafa nokkur flóð fallið á þessum slóðum á síðustu dögum. Almannarvarnir
Lesa meira

Frítt í sund og rækt

Í tilefni af Vetrarleikum UÍF býður Fjallabyggð frítt í sund og rækt í dag og á morgun (fimmtudag og föstudag) bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Eru íbúar og gestir hvattir til að nýta sér þetta góða tilboð.
Lesa meira

Styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fjallabyggð hlýtur 2.000.000 kr.styrk til að setja upp gönguleiðaskilti við upphaf og enda gönguleiða í Fjallabyggð. Markmið styrkveitingar er að auka öryggi ferðamanna og upplýsingagjöf til þeirra.
Lesa meira

Tafir í Múlagöngum

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranætur 24. og 25. febrúar má búast við umferðartöfum þar frá miðnætti til klukkan sex að morgni.
Lesa meira