Framkvæmd 17. júní hátíðarhalda

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 16. apríl var samþykkt að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum í Fjallabyggð til að taka að sér framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna í bænum. Með umsókn skulu fylgja með drög að dagskrá. Leitast skal við að hafa dagskrá hátíðarhaldanna sem fjölbreyttasta þannig að hún höfði til allra bæjarbúa og jafnframt verði reynt að virkja sem flesta bæjarbúa til þátttöku.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015 eru áætlaðar kr. 525.000 í hátíðarhöldin.

Er hér tækifæri fyrir félagasamtök að nýta sér þetta sem fjáröflun.

Umsóknum skal skila inn til Kristins J. Reimarssonar, markaðs- og menningarfulltrúa, á netfangið kristinn@fjallabyggd.is, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar, í síðasta lagi mánudaginn 4. maí nk.