Fréttir

Úttekt á MTR

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt niðurstöðu úttektar á Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Lesa meira

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2015

Í dag, þann 10. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Þemað í ár er „Gerum netið betra saman“ og munu yfir 100 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.
Lesa meira

Tilkynning vegna sorphirðu

Samkvæmt sorphirðudagatali Fjallabyggðar á að tæma Grænu tunnuna á Siglufirði í dag og á morgun. Vegna veðurs færist sorphirða aftur um einn dag og verður því 10. og 11. febrúar. Af þessum sökum færist sorphirða í Ólafsfirði einnig til og verður Græna tunnan hjá Ólafsfirðingum tæmd 12. og 13. febrúar.
Lesa meira

Umfangsmikil rannsókn á svefnvenjum Íslendinga er hafin!

Umfangsmikil rannsókn á svefnvenjum Íslendinga og tengslum við heilsufar og lífsgæði er hafin. Að henni stendur þverfaglegt teymi sálfræðinga, lyfjafræðinga og lífeðlisfræðinga við Háskóla Íslands. Bréf hafa verið send til 10 þús. einstaklinga, sem voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Þátttaka felst í því að svara spurningalista rafræn en til þess að rannsóknin skili árangri er mikilvægt að sem flestir taki þátt.
Lesa meira

112. fundur bæjarstjórnar

112. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24, Siglufirði 11. febrúar 2015 kl. 17.00
Lesa meira

Aukning í gestakomum á bókasafnið

Á fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 5. febrúar lagði forstöðumaður bókasafnsins, Hrönn Hafþórsdóttir, fram árskýrslu 2014 fyrir bóka- og héraðsskjalasafnið ásamt upplýsingamiðstöðina á Siglufirði.
Lesa meira

Dagur leikskólans

Þann 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í áttunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu leikskólakennarar fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, ráðuneytis mennta- og menningarmála, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Lesa meira

Frístundastyrkur Fjallabyggðar

Í byrjun vikunnar voru sendar út fristundaávísanir til foreldra/forráðamanna allra barna í Fjallabyggð á aldrinum 4 - 18 ára. Vakin er athygli á því að á 110. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember sl. var samþykkt að veita foreldrum og forráðamönnum heimild til að flytja frístundastyrk á milli systkina.
Lesa meira

Sýning í Alþýðuhúsinu

Laugardaginn 7. feb. kl. 15:00 opna Írsku listamennirnir Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy sýninguna SAMANSAFN / ASSEMBLE í kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þau hafa dvalið í Listhúsinu á Ólafsfirði undanfarna tvo mánuði og unnið að list sinni.
Lesa meira

Sölu-, markaðs-og rekstrarnám

Er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna til eigin reksturs. Námsaðferðirnar eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu-og markaðsstörfum.
Lesa meira