Setning Skíðamóts Íslands

Frá setningu Skíðamóts Íslands
Frá setningu Skíðamóts Íslands

Í gær, fimmtudag, hófst Skíðamót Íslands formlega með setningu og sprettgöngu. Keppni fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringin í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringi og karlarnir gengu þrjá. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung.
Íslandsmeistarar í sprettgöngu 2015 eru Elsa Guðrún Jónsdóttir og Sævar Birgisson, bæði frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði ávarpaði gesti og það var síðan Einar Þór Bjarnason formaður Skíðasambands Íslands sem setti mótið formlega. Að lokinni setningu var boðið upp á flugeldasýningu.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á mótinu á heimasíðu þess, á heimasíðu Skíðasambandsins og á Facebook-síðu mótsins.

Formaður Skíðasambands Íslands
Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands setti mótið.