Skíðamót Íslands

Frá skíðasvæðinu Tindaöxl
Frá skíðasvæðinu Tindaöxl

Skíðamót Íslands fer fram í Ólafsfirði og Dalvík dagana 19. - 22. mars. Keppni í göngugreinum fer fram í Ólafsfirði og keppni í alpagreinum á Dalvík. Á morgun, fimmtudag, hefst keppni kl. 17:00 í sprettgöngu, hefðbundinni aðferð í Ólafsfirði. Ræst verður við Menningarhúsið Tjarnarborg. Kl. 18:00 er mótssetning og úrslit í sprettgöngu.
Á föstudag milli kl. 10:00 - 14:00 er keppt í stórsvigi á Dalvík og kl. 14:00 hefst keppni í göngu, hefðbundinni aðferð í Ólafsfirði. Ræst verður við skíðaskálann Tindaöxl.
Á laugardag milli kl. 10:00 - 13:45 verður keppt í svigi á Dalvík og kl. 14:00 hefst keppni í göngu, frjálsri aðferði í Ólafsfirði. Ræst verður við skíðaskálann Tindaöxl.
Á sunnudag kl. 10:00 verður keppt í samhliðasvigi á Dalvík og kl. 11:00 hefst keppni í boðgöngu í Ólafsfirði. Ræst verður við skíðaskálann Tindaöxl.

Mótshaldarar hvetja íbúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til að fjölmenna á svæðin og sjá besta skíðafólk landsins í keppni og jafnframt eru íbúar hvattir til að flagga íslenska fánanum keppnisdagana og mynda þannig góða stemmingu í kringum mótið.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins; http://smi2015.skidalvik.is