Kallað eftir skjölum kvenna

Hélt mamma dagbók?
Var amma skúffuskáld?
Eru bréf langömmu í geymslunni?


Nú í ár fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.
Tekið er við skjölunum í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Kvennasögusafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands og héraðsskjalasöfnum og eru starfsmenn safnanna boðnir og búnir að veita ráðgjöf og aðstoð varðandi frágang og skil á gögnum.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar sem staðsett er í Ráðhúsinu. Forstöðumaður; Hrönn Hafþórsdóttir, sími: 464 9120 (bókasafn) 464 9129 (héraðsskjalasafn)

Skjal frá héraðsskjalasafni
Skjal frá Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.