Markaðsstofa Norðurlands hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill hefur verið í skíðatengdri kynningu upp á síðkastið. Ski Iceland (www.skiiceland.is) klasinn tók þátt í Vestnorden, Mannamótum og Mid Atlantic. Þó nokkuð af blaðamönnum hafa komið og skíðað á svæðinu, bæði blaðamenn sem komu gagngert til þess að upplifa náttúru Norðurlands í gegnum skíði og aðrir sem laumuðust með og þótti gaman að.
Á dögunum var starfsmönnum ferðaskrifstofa, flugfélaga, veitingastaða, gististaða og sveitarstjórnarfólki á svæðinu boðið í kynnisferð um skíðasvæðin. Hópurinn var samansettur af fólki sem getur tekið þátt í að efla vetrarferðamennsku á svæðinu með því aðlaga sýna þjónustu að vörunni, tryggja grunngerð og stækka kökuna. Tókst ferðin ljómandi vel og má sjá afrakstur hennar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hér má sjá tengil á þátt sem Hringbraut gerði í samstarfi við Ski Iceland og MN http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/atvinnulifid/atvinnulifid-1732015/
Skíðasvæðin á Norðurlandi; Tindastóll, Skarðið, Ólafsfjörður, Dalvík og Akureyri, bjóða upp á vöruna 5x5 Ski Pass og má sjá þá vöru hér www.skiiceland.is. Eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að upplýsa sína gesti um skíðamöguleika á svæðinu og 5x5 passinn gefur einstaklingum og hópum gott tækifæri á að skíða vel og lengi.