Nótan - uppskerutóleikar

Vinningshafar Nótunnar 2015
Vinningshafar Nótunnar 2015

Á fimmtudaginn í síðustu viku fóru fram uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. Undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð. Síðan farið í Menningarhúsið HOF á Akureyri og tekið þar þátt í svæðistónleikum og þaðan voru svo valdir nemendur til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar á landsvísu í Hörpunni. Í ár var fyrirkomulaginu breytt og nú fer Nótan eingöngu fram í heimabyggð.

Það voru 12 atriði sem kepptu í Nótunni sl. fimmtudag. Sigurvegari á grunnstigi var Sólrún Anna Ingvarsdóttir en hún lék á píanó lagið Spinn spinn eftir Carl Rossi. Í fyrsta sæti á miðstigi var Sara María Gunnarsdóttir en hún lék á Píanósónötu í cís-moll Op. 13 eftir Beethoven.
Aðrir nemendur sem fengu viðurkenningu voru Ronja Helgadóttir fyrir söng, Birna Björk Heimsdóttir fyrir söng og Helga Dís Magnúsdóttir fyrir gítarleik og söng.
Á meðan dómnefnd var að meta frammistöðu nemenda söng barnakór Tónskólans þrjú lög.

Sólrún Anna Ingvarsdóttir
Sólrún Anna Ingvarsdóttir varð hlutskörpust nemenda á grunnstigi í Nótunni.

Barnakór Tónskólans
Barnakór Tónskólans söng þrjú lög undir stjórn Ave Tonisson.