Landsmót kvæðamanna á laugardaginn

Landsmót kvæðamanna verður haldið á Siglufirði laugardaginn 7. mars.
Dagskrá verður eftirfarandi:

- Kl. 10:00 - 15:00 Kveðskaparlist. Að finna sinn innri kvæðamann. Umsjón: Ragnheiður Ólafsdóttir. Verð: 2.000 kr.
- Kl. 15:00 - 17:00 Þjóðdansar. Sungið og dansað að gömlum sið. Umsjón: Magga, Gunni, Silla og Palli í Dansfélaginu Vefaranum. Verð: 1.000 kr. 
- Kl. 19:00 - 01:00 Kvöldvakan og ball. Verð: 6.000 kr. Kvöldvakan er öllum opin sem vilja njóta kveðskapar með góðum mat.
- Kl. 22:00 - 01:00 Harmonikkuball. Verð: 1.000 kr.

Verð fyrir allt: 7.500 kr.
Skráning og upplýsingar: Svanfríður (Ríma) 898 2661 og Anna (Gefjun) 846 1054

Landsmót kvæðamanna 2015