Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag Leirutanga

Leirutangi
Leirutangi

Hafin er vinna við deiliskipulag Leirutanga, sem er landfylling á leirunum austan Snorragötu á Siglufirði. Í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er norðurhluti skipulagssvæðisins skilgreindur sem athafnasvæði en suðurhlutinn sem íbúðarsvæði. Þeirri landnotkun mun verða breytt í opið svæði til sérstakra nota fyrir tjaldsvæði og útivist, óbyggt svæði fyrir griðland fugla og verslun og þjónustu fyrir eldsneytisstöð og verslun. Með gerð og kynningu skipulagslýsingar (sjá tengil hér fyrir neðan) er almenningi og umsagnaraðilinum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Athugasemdum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir kl. 15 þann 16. mars 2015 og skulu þær vera skriflegar, eða á netfangið armann@fjallabyggd.is.

Skipulagslýsing - Leirutangi Siglufirði. (pdf.skjal - 879 kb)