Glæsileg árshátíð Fjallabyggðar

Veislustjórar; Steini í Sandgerði og Bóbó.
Veislustjórar; Steini í Sandgerði og Bóbó.

Fyrsta árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar var haldin á laugardaginn í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Mæting var mjög góð og mikil stemming á meðal árshátíðargesta. Veitingahúsið Höllin sá um matinn og svo var söngkeppni á milli stofnanna bæjarins, svokölluð Fjallavision, þar sem söngþemað var Eurovision-lög. Átta söngatriði voru flutt, hvert öðru glæsilegra og svo fór að lið bæjarskrifstofu, bókasafns og Tjarnarborgar bar sigur úr býtum. Fluttu þau lagið Diggiloo-diggley (með frumsömdum íslenskum texta) sem sænski sönghópurinn Herrey's flutti í Eurovision árið 1984.
Veislustjórar voru þeir Þorsteinn Sveinsson, (Steini í Sandgerði) og Sigmundur Sigmundsson (Bóbó) og stýrðu þeir samkomunni með glæsibrag. Óhætt er að segja að þessi fyrsta árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar hafi tekst með glæsibrag og er vonandi komin til að vera.

Lið grunnskólans við Norðurgötu
Lið grunnskólans við Norðurgötu.