Fréttir

Akureyrarstofa - Súpufundur 22. janúar

Fyrsti súpufundur ársins verður haldinn, þriðjudagurinn 22. janúar kl. 11.30-13.00 Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð. Boðið upp á matarmikla súpu, salat & kaffi á kr.2000 sem greiðist á staðnum. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 21.janúar.
Lesa meira

Skálarhlíð - Íbúð laus til umsóknar

Laus er til umsóknar íbúð 201. Íbúðin er á 2 hæð og er 59,3 fm ásamt geymslu 7,8 fm. Umsóknarfrestur er til 25 janúar nk. Allar upplýsingar um íbúðina gefur Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147 og 898-1147. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á fjallabyggd.is,bæjarskrifstofu og Skálarhlíð.
Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Finnlands á Siglufirði

Timo Soini utanríkisráðherra Finnlands er í opinberri heimsókn á Íslandi. Leið ráðherrans lá til Siglufjarðar í gær en fram fór tvíhliða fundur utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Timo Soini í Bátahúsinu í morgun. Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs tók á móti utanríkisráðherrunum fyrir hönd Fjallabyggðar og færði Fjallabyggð ráðherrunum gjöf hannaða af Bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2019 Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur.
Lesa meira

Dansandi Fjallabyggð – opið dansnámskeið

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg
Lesa meira

Verð á skólamáltíð í Grunnskóla Fjallabyggðar er óbreytt

Verð á skólamáltíð í Grunnskóla Fjallabyggðar er óbreytt. Í gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar 2019 kemur fram að verð á skólamáltíð er kr. 530 en það er óbreytt frá árinu 2018.
Lesa meira

Aukinn systkinaafsláttur af vistgjöldum leikskóla og lengdrar viðveru í grunnskóla

Athygli skal vakin á breyttum afsláttarprósentum í gjaldskránum sem veita foreldrum sem eru með fleiri en eitt barn í leikskóla og/eða lengdri viðveru í grunnskóla aukinn afslátt. Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi öll lögheimili í Fjallabyggð.
Lesa meira

Frítt fyrir eldri borgara og öryrkja í líkamsrækt og sund

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hefur verið birt og er aðgengileg á heimasíðu Fjallabyggðar undir "Gjaldskrár".
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar - Afhending menningarstyrkja 2019

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 24. janúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2019.
Lesa meira

Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar og er það í 12. sinn sem Lífshlaupið fer af stað.
Lesa meira

Skammdegishátíð 2019

Skammdegishátíðin hefst í Ólafsfirði í 5 sinn á morgun 14. febrúar og stendur til 17. febrúar 2019.
Lesa meira