Fréttir

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki - Már Örlygsson hönnuður

Sunnudaginn 5. maí 2019 kl. 14.30 verður Már Örlygsson hönnuður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Farandverkakonur við síldarsöltun á Hjalteyri 1915 - fyrirlestur í Gránu 25. apríl

Í tilefni Eyfirska safnadagsins þann 25. apríl - á sumardaginn fyrsta, fer fram áhugaverður fyrirlestur í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins kl. 14:00.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn sumardaginn fyrsta 25. apríl

Eyfirski safnadagurinn fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Lesa meira

Rannsóknin: Áfallasaga kvenna - konur tökum þátt !

Fjallabyggð vekur athygli á rannsókninni Áfallasaga kvenna sem hófst á vormánuðum 2018 og hvetur konur í sveitarfélaginu til að taka þátt. Rannsóknin stendur til 1. maí nk.
Lesa meira

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl - Áskorun til íbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð

Stóri Plokk dagurinn verður haldinn sunnudaginn 28. apríl nk. Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira

Gleðilega páska

Fjallabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2018

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2018 Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 12. apríl sl. Rekstur bæjarsjóðs gekk vel og var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Lesa meira

Páskar í Fjallabyggð 2019

Fjallabyggð iðar að lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana. Páskadagskráin hefst strax föstudaginn 12. apríl með Sigló Freeride keppninni í Skarðinu, leiksýningu, tónleikum KK & föruneytis á Kaffi Rauðku og dagana 12. og 13. apríl verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi og verður atburðanna minnst með göngu á vegum Síldarminjasafnsins að Evanger verksmiðjunni og einnig verður helgistund í Siglufjarðarkirkju og í Héðinsfirði. Skíðasvæðin verða opin og veitingastaðir, gallerí og söfn bjóða upp á góða dagskrá líka. Bæði skíðasvæðin verða opin alla daga með endalaust páskafjör í brekkunum fyrir alla fjölskylduna. Í Skarðinu á Siglufirði verður leikjabraut, ævintýraleið, bobb-braut, hólabrautir, pallar, páskaeggjamót, lifandi tónlist og grill svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður lögð 3 km. göngubraut á Hólssvæði. Og það sama má segja um skíðasvæðið Tindaöxl en þar verður opið alla páskana, Bárubrautin verður troðin og tónlist og stemmning í fjallinu.
Lesa meira

Fræðslufundur um fíkniefni og fíkniefnaneyslu 29. apríl nk. í Tjarnarborg

Mánudaginn 29. april 2019 verður fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fræðslufundurinn hefst kl. 19:30. Fræðslan er í samvinnu við Lögregluna á Norðurlandi eystra, Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga. Tveir fulltrúar fíkniefnateymis lögreglunnar koma á fundinn og fræða fundarmenn um ýmislegt varðandi fíkniefni og fíkniefnaneyslu svo sem aðgengi, einkenni og ýmislegt annað. Haustið 2016 var haldinn vel heppnaður fundur í Tjarnarborg með sömu aðilum og nú endurtökum við leikinn.
Lesa meira

173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 12. apríl 2019 kl. 15.00.
Lesa meira