Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 12. apríl sl. Rekstur bæjarsjóðs gekk vel og var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
- A - hluti bæjarsjóðs var rekinn með 193 mkr. afgangi sem eru góðar niðurstöður fyrir sveitarfélagið.
- Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Fjallabyggðar (A+B hluti) var jákvæð um 279 mkr. fyrir árið 2018, en var jákvæð um 160 mkr. árið 2017, og er talsvert betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
- Rekstrartekjur A og B hluta námu 2.893 mkr. á árinu 2018, en voru 2.653 mkr. árið 2017.
- Rekstrargjöld ársins 2018 námu 2.432 mkr. en voru 2.343 mkr. árið 2017.
- Eignir eru samtals 5.467 mkr. en voru 4.971 mkr. árið 2017.
- Vaxtaberandi skuldir eru 582 mkr. en voru 433 mkr. árið 2017. Ástæða þessara aukningar var lán sem þurfti að taka í janúar 2018 vegna aukinnar lífeyrisskuldbindingar, sem lögð var á sveitarfélögin seint á árinu 2017. Lánið sem tekið var, var upp á 284 mkr. en 100 mkr. voru greiddar inn á það í júlí 2018 og 100 mkr. greiddar í janúar 2019. Reiknað er með að greiða lánið upp í janúar 2020.
- Veltufé frá rekstri nam 582 mkr. eða 20.1% miðað við 471 mkr. árið 2017 (17.8%)
- Skuldaviðmið er 31,8%, en var 59.0% árið 2017. Viðmið samkvæmt sveitastjórnalögum er að hámarki 150%.
- Eigið fé bæjarsjóðs Fjallabyggðar er 3.327 mkr. eða 60.9%, en var 2.929 mkr. eða 58.9% árið 2017.
- Ef veltufé frá rekstri væri eingöngu notað til greiðslu langtímaskulda tæki það 1 ár, miðað við 0,92 ár, árið 2017.
- Fjárfestingar á árinu 2018 voru 324 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 320 mkr.
- Handbært fé í árslok var 250 mkr.
- Veltufjárhlutfall var 1,37.
Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs er traust og rekstur sveitarfélagsins er í mjög góðu lagi, þar sem aðhald og ráðdeild er höfð að leiðarljósi.
Gunnar Ingi Birgisson
bæjarstjóri