Fréttir

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Ráðhúsi Fjallabyggðar

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði.
Lesa meira

Listamenn úr Fjallabyggð taka þátt í Vorsýningunni Vor í Listasafni Akureyrar

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Bergþór Morthens og Brynja Baldursdóttir, öll listamenn úr Fjallabyggð hafa verið valin til að taka þátt í vorsýningu Listasafns Akureyrar Vor þann 18. maí nk. kl. 15.00. Sýningin stendur í allt sumar fram til 29. september og verður opin alla daga frá kl. 10:00-17:00.
Lesa meira

Nýtt einbýlishús rís í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs einbýlishús í Ólafsfirði. Er það í fyrsta sinn, síðan árið 1995, sem nýtt hús rís í Ólafsfirði. Um er að ræða byggingu einbýlishús við Marabyggð 43.
Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í morgun

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu á Siglufirði í sumar kom til hafnar í morgun. Um er að ræða skemmtiferðaskipið Ocean Diamond, sem Iceland Pro-Crusiers gerir út til siglinga hringinn í kringum Íslands.
Lesa meira

Háskólalestin - Vísindaveisla í Tjarnarborg Ólafsfirði 18. maí

Áhöfn Háskólalestarinnar slær upp Vísindaveislu í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 18. maí nk. frá kl. 12:00-16:00. Vísindaveislan er opin öllum og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna - börn og fullorðna.
Lesa meira

Eygló Harðardóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði 16. maí

Fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 17:00 opnar Eygló Harðardóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er opin til 2. júní og er opin daglega frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira

Lokaskýrsla um þróun upplifana á ACW - fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.
Lesa meira

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi 18. maí

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi Strandgötu 4, Ólafsfirði laugardaginn 18. maí nk. kl. 14:00. Þá er einnig opnuð listsýning Kristins E. Hrafnssonar í Pálshúsi.
Lesa meira

Tilkynning vegna lokunar á Aðalgötu

Framkvæmdir eru að hefjast á endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á meðan á framkvæmdunum stendur með innkomu frá Eyrargötu sjá nánar á meðfylgjandi korti. Áætluð verklok eru 30. júní 2019. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdina.
Lesa meira

Bein útsending af bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar í Tjarnarborg 8. maí kl. 17

Útvarpsstöðin Trölli.is mun útvarpa beint 174. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn verður í Tjarnarborg Ólafsfirði, kl. 17:00 í dag 8. maí.
Lesa meira