17.07.2019
Hið árlega Sápuboltamót í Ólafsfirði verður haldið laugardaginn 20. júlí nk. Skráningu í mótið er lokið og munu 26 lið taka þátt í ár.
Lið eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búningin ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi í Tjarnarborg um kvöldið.
Lesa meira
15.07.2019
Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin “Innskot - Týndur tími II” opnar í Pálshúsi, Ólafsfirði, þann 13. júlí klukkan 14:00. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað. Óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna en verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017. Sýningin stendur til 15. september en bent er á gjaldfrjálsan aðgang á opnunardaginn.
Lesa meira
09.07.2019
Afhending Njarðar Jóhannssonar af skipslíkaninu Gesti sem fara átti fram í dag, þriðjudag 9. júlí í Pálshúsi, var frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meira
08.07.2019
Trilludagar verða á Siglufirði 27. júlí. Fjölbreytt dagskrá allan daginn og eitthvað fyrir alla fjölskylduna alla helgina. Á Trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra. Kiwanismenn standa grillvaktina þar sem öllum verður boðið að smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying verður fyrir börnin þegar Húlladúllan mætir á svið og auðvitað verður hoppukastalinn á svæðinu. Tónlistin mun svo óma af Trillusviði yfir daginn sem endar á Bryggjuballi um kvöldið fyrir alla fjölskylduna
Lesa meira
07.07.2019
Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin “Innskot - Týndur tími II” opnar í Pálshúsi, Ólafsfirði, þann 13. júlí klukkan 14:00. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað. Óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna en verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017. Sýningin stendur til 15. september en bent er á gjaldfrjálsan aðgang á opnunardaginn.
Lesa meira
04.07.2019
Hagsmunaaðilar og áhugafólk um hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa tekið sig saman og stefna að því að bjóða upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá á Siglufirði þessa mestu ferðahelgi Íslendinga. Forsagan er sú að sl. haust sótti Ungmennafélagið Glói um tveggja milljóna styrk til Fjallabyggðar til að halda Síldarævintýri á Siglufirði árið 2019 en því erindi var hafnað. Forsvarsmenn félagsins og aðrir áhugasamir um að halda hátíð á Siglufirði þessa helgi ákváðu þrátt fyrir þessa niðurstöðu að athuga hvort áhugi væri meðal hagsmunaaðila í bænum til að setja saman spennandi dagskrá þessa helgi. Sú varð raunin og var stofnaður undirbúningshópur til að að vinna að því að gera hana að veruleika. Er sú vinna nú í fullum gangi.
Lesa meira
03.07.2019
Helgina 6. - 7. júlí verður mikið um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur, og stendur sú sýning til 28. júlí.
Sunnudaginn 7. júlí kl. 14.30 er boðið uppá Sunnudagskaffi með skapandi fólki þar sem Línus Orri Gunnarsson sér um þjóðlagasamspil. Samspilið fer þannig fram að fólk sest í hring með hljóðfærin sín og spilar það sem það kann úr alþýðuarfi. Allir velkomnir til þess að taka þátt eða hlusta.
Lesa meira
01.07.2019
Nýliðna viku var Sjávarútvegsskólinn haldinn í Fjallabyggð fyrir yngsta árgang nemenda í vinnuskólanum. Alls mættu 15 krakkar á námskeiðið frá Vinnuskóla Fjallabyggðar. Voru þau bæði frá Siglufirði og Ólafsfirði. Kennarar voru þau; María Dís Ólafsdóttir og Magnús Víðisson. Á meðan á Sjávarútvegsskólanum stóð héldu krakkarnir laununum sínum í vinnuskólanum.
Lesa meira
01.07.2019
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 20. skiptið dagana 3. til 7. júlí 2019 og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.
Lesa meira
27.06.2019
Nú er 9. skólaári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið. Óhætt er að segja að breytingar hafi einkennt þennan vetur eins og marga aðra á undan. Síðastliðið haust var ákveðið að fara í samstarf við ráðgjafafyrirtækið Tröppu ehf. um verkefnið Framúrskarandi skóli og er markmiðið að taka upp sýn og stefnu skólans sem er jafngömul skólanum.
Lesa meira