Sápuboltamótið á Ólafsfirði 20. júlí

Mynd: Sápuboltinn í Ólafsfirði
Mynd: Sápuboltinn í Ólafsfirði

Hið árlega Sápuboltamót í Ólafsfirði verður haldið laugardaginn 20. júlí nk.  Skráningu í mótið er lokið og munu 26 lið taka þátt í ár.
Lið eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búningin ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi í Tjarnarborg um kvöldið. 

Á mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum. Mótið fer fram á dúk sem er 15x20 að stærð og notast er við handboltamörk. Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum á lokahófi Sápuboltans sem fer fram samdægurs. Lokahóf og verðlaunaafhending sem endar með dansleik í Tjarnarborg um kvöldið en þar mun hjómsveitin Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram á nótt.

Dagskrá

Föstudagur 19. júlí

23:00  Rúnar Eff trúbador mætir á Höllina (Happy Hour 23:00 – 00:00)

Laugardagur 20. júlí

11:00 Mæting keppenda
12:00 Riðlakeppni Sápuboltans hefst
17:00 Úrslit
20:30 Lokahóf Sápuboltans (Húsið opnar 20:00)
23:00 - 03:00 Ball í Tjarnarborg með hljómsveitinni Stuðlabandið. 3.500 kr. (opið öllum)

Sunnudagur 21. júlí

11:00 - 14:00 Brunch á Höllinni