30.07.2019
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt sýnir teikningar og vatnslitaverk í Herhúsinu, vinnustofu listamanna Norðurgötu 7b Siglufirði 1. - 12 ágúst kl. 14-17
Lesa meira
29.07.2019
Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í fjórða sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið lék við hátíðargesti.
Lesa meira
26.07.2019
Þriðjudaginn 30. júlí kl. 21.00 verða systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið opnar kl. 20.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn.
Lesa meira
24.07.2019
Það er komið að því. Þrettánda sumarið í röð leggur Leikhópurinn Lotta land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. Í sumar er það Litla hafmeyjan sem syndir um landið og gleður landsmenn á öllum aldri með ævintýrum sínum.
Lesa meira
24.07.2019
Í dag barst góð gjöf til Leikskóla Fjallabyggðar og fræðsluskrifstofu Fjallabyggðar frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi. Bryndís hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og í tilefni af þeim tímamótum ákvað hún að gefa námsefni sitt Lærum og leikum með hljóðin til allra leikskóla á Íslandi.
Lesa meira
24.07.2019
Sigurður Örn Baldvinsson og Kýrauga sýna ljósmyndir í Ráðhússalnum, Ráðhúsi Fjallabyggðar 2 hæð Gránugötu 24 Siglufirði dagana 20. - 28. júlí. Sýningin verður opin frá kl. 14:00-17:00 alla sýningardagana.
Lesa meira
24.07.2019
Afmælistónleikar Sigurðar Hlöðverssonar verða í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 17:00.
Lesa meira
23.07.2019
Högni Egilsson verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.
Lesa meira
19.07.2019
Kristján Jóhannsson listamaður á Siglufirði opnar myndlistarsýningu í Söluturninum við Aðalgötu á Siglufirði.
Lesa meira
19.07.2019
Hátíðin sem haldin verður í tuttugasta og fyrsta sinn og fer af stað fimmtudaginn 1. ágúst með kraftmiklu upphafskvöldi. Kvöldið hefst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti Spilmanna Ríkínís í kirkjunni. Því næst rölta gestir saman yfir í hljómleikasal Menningarhússins Tjarnarborg þar sem haldið verður áfram inn í norðlenska nótt með bæjarlistamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga. Ekki má missa af hátíðarkvöldi með Bjarna Frímanni Bjarnasyni þann 2. ágúst en síðar sama kvöld kemur fram tvíeykið Hundur í óskilum undir berum himni. Morgunstund með söng fyrir börn og fullorðna prýðir dagskrá laugardagsins 3. ágúst. Sviðsuppfærsla á 1. þætti La Traviata verður flutt og markar tímamót. Sem fyrr verður gengið með Maríu Bjarney inn í dal til að leggjast í móinn og tína fjallagrös, göngutúr sem fjölskyldan getur notið saman í kyrrð og fegurð fjarðarins. „Hátíðarbrunch“ með djassívafi og Femke Smit á Kaffi Klöru slær botninn í helgina.
Lesa meira