Fréttir

Samstarf hafið milli íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð og á Dalvík

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum, þann 7. október síðastliðinn, samstarf milli íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar og Dalvíkur
Lesa meira

ATH! Frestur til að skila inn tilnefningum vegna bæjarlistamanns Fjallabyggðar árið 2020 rennur út á miðnætti á morgun 24. október

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og eða rökstuddum ábendingum/tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020.
Lesa meira

177. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

177. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 9. október 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra 2020

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs í Fjallabyggð 14. október nk.

Líkt og undanfarin ár munu verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi og verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fara um svæðið til að aðstoða umsækjendur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ lokið

Þann 25. september sl. fór fram í Grunnskóla Fjallabyggðar, Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið). Gríðarlega góð þátttaka var meðal nemenda en alls tóku 79 krakkar 6. – 10. bekkjar þátt í hlaupinu og hlupu þeir samtals 655 km. Að þessu sinni létu nemendur gott af sér leiða og söfnuðu áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði. Foreldrar, aðstandendur og aðrir gestir fjölmenntu við hlaupaleiðina til að hvetja nemendur og skapaðist mikil og skemmtilegt stemning í bænum. Á næstu dögum munu svo krakkarnir innheimta áheitin sem þeir söfnuðu.
Lesa meira

Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2020

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um fræðslu- og menningarstyrki fyrir árið 2020 ásamt umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts, fimmtudaginn 10. október nk.
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr .skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. uppbygging gervigrasvallar á svæðinu ásamt bættu aðgengi. Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum má skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 11. október nk.
Lesa meira

Aflatölur fyrstu 8 mánuði ársins 2019

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði, afhending skipa

Fimmtudaginn 12. september nk. mun Njörður S. Jóhannsson, módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringinn Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar. Skipin munu verða til sýnis Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 til og með 15. september nk.
Lesa meira